Pabbinn í fæðingarorlofi er brandari.

Þegar feður fengu þann rétt að taka sér fæðingarorlof, varð mér á að hlæja. Maður vissi ekki til þess að feður væru farnir að fæða börn, né hafa þau á brjósti. Fæstir feður nota orlofið til að sinna börnum sínum enda þeirra hlutverk að vinna fyrir þeim og tryggja þeim fjárhagslegt öryggi. Móðirin á að fara í fæðingarorlof strax eftir fæðingu barnsins og fá greidd hæfileg laun þann tíma sem börn eru á brjósti.
 
Allar mæður eiga fá sömu laun á þeim tíma hvort sem þær eru há-eða látekjukonur, til dæmis meðallaun í landinu hverju sinni. Það er jafnrétti.
 
Rökin fyrir fæðingarorlofi karla voru þau, að barnið ætti að njóta samvista við föður sinn. Ný fætt barn ber ekkert skinbragð á það hvort móðirin eða faðirinn skiptir um bleyjuna, en áttar sig fljótlega á því hvaðan móðurmjólkin kemur. Samvistir við föðurinn verður nauðsynlegri þegar barnið vex úr grasi, og mætti því velta fyrir sér hvort hann fengi barnaorlof þegar barnið væri orðið 5 til 6 ára, og jafn vel  árlega fram að ferming, enda yrði honum skylt að sinna barni sínu alla daga á meðan á orlofinu stæði.

mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá jafn réttur forendra til forræðis barna við skylnað jafn findinn?

Björk (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:29

2 identicon

Heyr heyr - enda hafa menn svindlað á þessu alveg gríðarlega og við borgum fyrir það! Ef feður eiga að fá fæðingarorlof þarf að koma til eftirliti sem tryggir að þeir séu heima að sinna barninu! Gaman væri að vita hversu margir það eru sem hafa EKKI misnotað þetta kerfi....

Jóna Símonía (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gott hjá þer.

Að vísu er gott fyrir mömmuna að hafa aðstoð föðursins þegar hún er úrvinda af gráti barns um nætur ef það er til staðar- það er erfitt fyrir konu að vera ein eftir meðgöngu- eða raunar ekki manneskjulegt álag.

Það hvort barnið finnur muninn er raunar ekki málið- kona sem á sitt fyrsta barn þarf stuðning - pabbans- einfalt mál.

  þarna er um erfitt tilfinningamál kvenna að ræða sem eiga sitt fyrsta barn- serstaklega.

 en ekki gagn af þeim ef þeir eru bara úti að hitta vinina !

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2009 kl. 20:08

4 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér pabbi!!!!  Fyrstu mánuðir í lífi barns eru mikilvægastir þegar um tengslamyndun er að ræða!  Það er réttur barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína hvort sem foreldrar eru í sambúð eða ekki.  Það er nú ekki lengur þannig að pabbinn sé alltaf fyrirvinnan, á sumum heimilum eru konurnar með hærri laun og skaffa þvi meira til heimilisins.  Mér finnst að það eigi að vera þannig að lágmarki að móðirin fái 9 mánaða fæðingarorlof og pabbinn 3 og ef pabbinn getur ekki af einhverjum ástæðum tekið fæðingarorlof þá á móðirin að fá að nýta þessa 3 mánuði. Í dag fær hvert foreldri um sig 3 mánuði og svo eru 3 mánuðir í viðbót sem foreldrar ráða hvernig þeir ráðstafa, þetta er allt of stutt.  Þú talar um að pabbar hafi ekki börnin á brjósti, en þú verður að athuga að ekki geta allar mæður haft börn á brjósti, því miður, og geta þá pabbarnir líka gefið barninu pela. Og að sjálfsögðu er ekki hægt að tengja fæðingarorlofið við brjóstagjöf!

Ég er sammála því að allar mæður eiga að fá sömu laun í fæðingarorlofi óháð fyrri vinnu eða námi! T.d. er fæðingarstyrkur námsmanna ekki nema ca 100þ. á mánuði!  Þetta verða að sjálfsögðu að vera raunhæf laun, mætti jafnvel tengja þau við barnafjölda á heimilinu.

Það að pabbar eigi að taka orlof þegar barnið er 5-6 ára er bull!  Þegar börn eru komin á leikskólaaldur eru í langflestum tilvikum báðir foreldrar á vinnumarkaðnum og eiga þar af leiðandi að hugsa jafn um heimilið og börnin! JAFNRÉTTI!

Báðum foreldrum er SKYLT að hugsa um börn sín, ekki bara mömmunni!

Það fáránlega við þetta fæðingarorlofskerfi sem og allt velferðakerfið er að það er auðveldlega hægt að svinda á því og fólk gerir það miskunarlaust!  Þetta er mjög slæmt þar sem það bitnar svo á okkur hinum.

Björk! Það er alltaf talað um rétt barnsins ekki foreldranna og það fer svo sannarlega eftir aðstæðum hvort báðir foreldrar eigi að hafa fortæði yfir börnum sínum, þá þarf að líta til þess hvað er börnunum fyrir bestu, ekki foreldrunum.

Jóna! Það á að hafa eftirit með því eins og t.d atvinnulausa fólkinu sem vinnur á svörtu og afþakkar löglega vinnu sem því býðst, hefur það bara huggulegt á bótum!  Við höfum t.d. borgað margfalt í þennan sjóð en fáum aðeins pínkulítið brot af því greitt í fæðingarorlof, þetta er peningur sem ríkið er búið að stela af okkur!

Erla! Kona þarf mikinn stuðning hvort sem um ræðir fyrsta barn eða 5 barn.  Held það sé nú bara staðreynd að ef karlemm gengu með börnin, fæddu þau og gæfu þeim brjóst þá væri mannkynið útdautt ;)

Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Hæ dömur og dætur.

Greta! Réttur móðurinnar á að vera meiri, en faðirinn umgengisrétt. Það getur engin fyllt skarð móðurinnar við slit á hjúskap eða fráfall hennar. Ömmurnar komast kannski næst því.

Erla! Ekki bara við fyrsta barn heldur annað, þriðja og áfram. Ef faðirinn er með fulla heilsu og vinnur í landi, er honum engin vorkunn að sinna barninu þann tíma sem hann er heima án þess að fá launað frí til þess.

Jóna Símonía! Rétt hjá þér pabba fæðingarorlof er misnotað, en mér skilst að þeir megi afsala sér því til barnsmæðra sinna. Þeim væri sæmt að því, og ættu allir feður að gera slíkt.

Guðný Kristín! Við verðum seint sammála um hlutverkaskipti kynjanna. Það er ekki sannað að fyrstu mánuðir í lífi barnsins séu mikilvægastir fyrir tengslamyndun við föðurinn. Það verður hver og einn að rifja það upp hvenær vitundin upp pabbann varð til.

JAFNRÉTTI! Oftast vill það verða svo að meiri kröfur eru gerðar til karlmanna bæði innan og utan heimilis. Enda eðlilegt þegar um mikið álag er að ræða eru karlmenn líkamlega betur undir það búnir axla erfiði og vökur.

Vegna misnotkunar á feðra fæðingarorlofi er besta lausnin að leggja það niður, og lengja hjá mæðrum. Ég er sammála því, að ekki er nauðsynlegt að miða orlofið við þann tíma sem móðirin hefur barnið á brjósti. Hvað segir þú um eitt ár?

Kr. 100.000.- er til skammar, og eiga vera landsmeðallaun fyrir allar mæður hvort sem þær eru í námi eða á vinnumarkaði.

Guðný mín, vonandi hef ég ekki truflað þig við lestur undir prófið með þessum skrifum mínum. Með ósk um að þér gangi vel á þriðjudaginn lík ég þessu pári.

Bjarni Líndal Gestsson, 30.11.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

 ert þú jafnaðarmaður.....

Sigurður Jón Hreinsson, 1.12.2009 kl. 00:06

7 identicon

Réttur móðurinnar á ekki að vera meiri, sumir feður eru hæfari til að hugsa um börnin heldur en móðirin! Það er nú slatti til af einstæðum feðrum á Íslandi.

Það er ekki rétt að feðraorlofið sé hægt að færa yfir á móðurina!  Móðir fær 3 mánuði, faðir fær 3 mánuði og svo eru aðrir 3 mánuðir sem foreldrar ráða hvernig þeir ráðstafa, yfirleitt tekur móðirin þá og er þá í 6 mánaða fæðingarorlofi.  Ef faðirinn nýtir ekki sína 3 mánuði falla þeir niður, enginn fær að nýta þá!  Þetta finnst mér vera mjög lélegt!

Það er ekki rétt að það sé oftast gerðar meiri kröfur til feðra bæði utan heimiilis og innan.  Því miður er það þannig ennþá að karlar hafa hærri laun en konur fyrir sömu vinnu en ef konan er með menntun og karlinn ekki er konan oft með hærri laun.  Ég held að það sé nú þannig enn þann dag í dag að konurnar sjái meira um heimilisstörfin en karlar þó það sé nú mikið að breytast til batnaðar, þ.e. jöfn skipting innan heimilis sem utan.  

Ekki eru allir karmenn betur í stakk búnir, líkamlega til að þola erfiði og vökur!  Trúðu mér, það er til helvíti mikið af aumingjum þarna úti! Fyrir utan að þær konur sem stunda einhverja líkamsrækt eru alls ekki verr í stakk búnar líkamlega!

Karlmenn myndu ALDREI geta vakað með grátandi ungabarni hverja nótt í nokkra mánuði, en þeir gætu nú vakað þann tíma ef þeir væru á sjó í brjáluðu fiskeríi

Barn á að eiga rétt á því að vera heima með foreldrum/foreldri í lágmark eitt ár, en ég er ekki sammála því að leggja niður feðraorlofið!

Þetta er engin truflun pabbi minn, gott að lesa líka eitthvað annað en endalausa lagabálka

Og já ég held að við verður ALDREI sammála um þessi mál

Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:04

8 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sigurður! Svarið er já og þessar skoðanir mínar rúmast inna þeirra marka. Móðirin nr. 1.

Guðný mín við verðum aldrei sammála í þessum málum. Gangi þér vel á morgun.

Bjarni Líndal Gestsson, 1.12.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband