Fyrsta hreina vinstristjórn á Íslandi afnemur sjómannaafsláttinn.

Mikið er skrifað á blogginu í dag að sjómannafslátturinn sé barn síns tíma. Hann hefur verið hluti af kjörum sjómann síðan 1954. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á sjósókn frá þeim tíma, en fjarvera frá heimilum og hættur á lífi og limum eru enn fyrir hendi.
 
Fáir virðast muna af hverju sjómannaafslátturinn varð til. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að erfitt var orðið að manna bæði bátaflotann og síðutogaranna. Ekki var óalgengt að tukthúsin voru tæmt af brennivíns dauðum mönnum og þeir settir um borð í togara sem var á leið út í túr, jafnvel 3ja mánaða saltfisktúr.
 
Það er rétt hjá Steingrími að aðstæður eru aðrar í þjóðfélaginu en áður þegar komið hefur til tals að afnema sjómannafsláttinn. Sem gefur tilefni til að líta á önnur hlunnindi sem hann og aðrir í þjóðfélaginu njóta. Nefna má dagpeninga hans og annarra á ferðalögum, sem maður hefur heyrt að séu svo ríflegir að afgangur er eftir hverja ferð, sem rennur í eigin vasa. Þá má nefna þingfarakaup sem hann og aðrir landsbyggðaþingmenn njóta vegna fjarveru frá lögheimili sínu, þótt þeir reki heimilið í Reykjavík. Að lokum má nefna þyngsta bagga ríkisins vegna ráðherra, þingmanna og annarra opinberra starfsmann, sem er ríkisábyrgð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Reikna má með að mótframlag ríkisins og sveitarfélaga í sjóðinn verði 13-14% á næsta ári, vegna hruns fjármálakerfisins í fyrra haust. Samkvæmt lögum tryggir ríkisjóður lífeyrissjóðnum að hann eigi ávalt fyrir framtíðarskuldbindingu, sem þýðir að hann þarf aldrei að skerða réttindi eins og aðrir sjóðir verða gera þegar illa gengur með ávöxtun. Atvinnurekendur á almenna vinnumarkaðnum greiða 8% mótframlag til annarra lífeyrissjóða. Hér er um að ræða milljarða aukakostnað fyrir ríki og bæ, og að sama skapi fríðindi fyrir ráðherra, alþingismenn og annað opinbert starfsfólk.
 
Sjómenn munu ekki láta þetta yfir sig ganga, nema öll fríðindi verði afnuminn í landi. Þegar samningar verða lausir munu þeir gera kröfu á útgerðina um bætur. Til dæmis mætti krefja útgerðina um hærri fæðispeninga, þannig að þeir dygðu fyrir góðu fæði um borð. Ekki verður hægt að krefja þá um frítt fæði, sem yrði þá naumt skammtað og lélegt. Einnig gætu þeir krafist þess að hætta greiða hluta af olíunni. Ríkisvaldið hefur oft í gegnum tíðina sett lög á sjómenn og skert samninga þeirra með því að færa hluta af umsömdum hlutaskiptum þeirra til útgerðarinnar til greiðslu á olíu og öðrum útgerðarkostnaði.
 
Að lokum vil ég benda á, að þrátt fyrir bættan aðbúnað við sjósókn, hafa kvenréttindasamtök ekki krafist þess að jafnrétti milli kynja sé gætt við ráðningu áhafnar um borð í skip.
 
 
 

mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þar fóru ÖLL vinstri atkvæði sjómannastéttarinnar !!!!!!!!1

Sigurður Sigurðsson, 27.11.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engin heildar hagsmunasamtök sjávarútvegsins eru til hér á landi, í líkingu við til að mynda Norges Fiskerlag í Noregi.Því miður eru þeir flokkar sem stjórna landinu núna verstu óvinir sjávarútvegsins. þar með talinna sjómanna.Fyrningarleið ríkisstjórnarinnar þar sem stefnt er að því að ríkið setji veiðréttinn á uppboð er ekki síður stefnt gegn sjómönnum en þeim sem reka skipin og hlýtir nú að fara að líða að því að sjómannasamtökin geri sér það fyllilega ljóst.Ef fyrningarleið ríkisstjórarinnar heldur áfram er hlutaskiptakerfi sjómanna farið.Betra er að binda flotann strax svo þjóðnýtingarliðið átti sig.Helstu andstæðingar sjómanna eru þeir gjaldþrota útgerðarmenn sem kalla sig sjómenn þótt þeir séu löngu hættir á sjó.Flestir eru þeir þekktir fyrir svik og pretti og eru með langan skuldahala á eftir sér.Landað framhjá vigt og látið sjómenn taka þátt í kvótakaupum. þessir menn eiga greiðan aðgang að Samfylkingunni og Vinstri Grænum og eru sumir þar innan dyra.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Síðast þegar það var sjómannaverkfall var það bannað með lögum.Stjórnvöld munu ekki þora því nú.Það færi að sjálfsögðu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef slíkt væri reynt.En það sem þarf að gera er að mynda samtök sjávarútvegsins strax, þar sem væru allir sem koma að sjávarútvegi.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nema glæpamenn þeir sem fyrr hefur verið bent á.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 21:08

5 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Sigurgeir og takk fyrir innlitið.

Þótt ég sé ekki hrifin af uppboði á kvótanum vill ég að hann verði innkallaður, ríkið leigi hann út fyrir 10-15% af aflaverðmæti, og draga með því úr hættu á brottkasti. Eða skipta algjörlega um fiskveiðistjórnunarkerfi. Sjómenn sem eru launþegar hjá útgerð hafa slæma stöðu gagnvart kjörum sínum. Oftar en ekki er þeim hótað af útgerðamanninum að hann selji kvótann og segi þeim upp plássinu, ef þeir eru með eitthvað múður. Þeir eru látnir taka þátt í kvótakaupum og leigu á kvóta. þeim er líka skammtað fiskverð af útgerðinni sem kaupir aflann og gerir upp hlutinn með því verði, en setur hann síðan á markað og fær þannig mun meira verð fyrir sig.

Það er rétt, sjómenn hafa mátt þola oft sinnis inngrip stjórnvalda. Það hófst á valdatíma Viðreisnarstjórnarinnar þegar hún setti lög um að 25% af óskiptu aflaverðmæti síldveiða skyldu renna til útgerðar áður en skipti til áhafnar færi fram. Þetta var gert þegar tækniþróun við veiðarnar voru sem mestar. Þannig voru sjómenn látnir borga síldarleitatækin, kraftblökkina dýrari nætur.

Síðan hefur þessari aðferð verið beitt til að láta sjómenn greiða fyrir olíuna á skipin, og oftar en ekki vinstri flokkur verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og allir vita hagsmunagæslu flokkur LÍÚ á Þingi.

Bjarni Líndal Gestsson, 28.11.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

sæll Bjarni og takk fyrir að vera þarna.

Eg veit ekkert um sjómennsku annað en það sem kona hugsar þegar eru brjáluð veður- guði sé lof að synir mínir eru ekki þarna úti.

  Þessir menn sem sækja aflann sem skapa okkur lifibrauð og eru fjarri fjölskildu og vinum tímum saman og eru vinnandi við aðstæður sem eg hef

aldrei skilið að nokkur kjósi ( ófullur )   ættu sannarlega að gefa þeim meiri hlunnindi en Ráðherrum sem ferðast á SAGA CLASS.

  eg vil heldur borga skatta fyrir sjómenn en ráðherra.

 bestu kveðjur  Erla Magna    e.s. er með ritblindu svo villur eru margar sorry !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.12.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband