8.11.2009 | 19:20
Hlutverk lífeyrissjóðanna.
Vegna vaxandi eftirspurnar eftir fjármagni lífeyrissjóðanna, er rétt að mynna á hlutverk þeirra í samfélaginu. En það er, að greiða sjóðfélögum sínum ellilífeyrir til æviloka á aldursbilinu 62ja til 70 ára, eftir því sem viðkomandi sjóðfélagi velur. Það er að segja skerta lífeyrir frá 62ja til 67 ára aldurs, og hækkaðan lífeyrir frá 67 til 70 ára. Óskertur ellilífeyrir er greiddur frá og með 67 ára aldri.
Örorkulífeyrir eiga sjóðirnir að greiða, verði sjóðfélagi fyrir slysi eða veikindum sem valda honum orkutapi sem svarar til örorku 50% eða meir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á viðkomandi sjóðfélagi rétt á framreikningi áunninna réttinda sinna síðustu 4 árin fyrir orkutap, til 67 ára aldurs.
Makalífeyrir við fráfall sjóðfélaga, sem nemur 50% ellilífeyrisréttinda sjóðfélagans ásamt framreikningi ef fráfall hans hefur orðið fyrir 67 ára aldur. Greiðsla makalífeyris er tímabundin, en þó aldrei styttri en þar til yngsta barn er orðið 20 ára.
Barnalífeyrir greiðist þeim börnum eða kjörbörnum sem ekki hafa náð 18 ára aldri við fráfall foreldris sem greidd hefur í sjóðinn eða notið örorku- eða ellilífeyris úr honum.
Að framan rituðu má ljóst vera að skuldbindingar sjóðanna eru miklar, bæði til nútíðar og framtíðar. Ávöxtun á iðgjöldum sjóðfélaganna er því mikilvæg, enda stendur hún að miklu leiti undir lífeyrisgreiðslum.
Þeir sem sækjast eftir að höndla með þessa peninga, hvort sem það eru ríkissjóður, sveitarfélög eða fyrirtæki, verða tryggja lífeyrissjóðunum bæði örugga endurgreiðslu og góða ávöxtun. Í raun kemur sjóðunum ekkert við hvort peningarnir eru notaðir í byggingu landsspítala, umferðamiðstöðvar, lagningu vega, eða endurreisnar fyrirtækja, ef ávöxtun er ásættanleg og örugg trygging liggur fyrir afborgunum vaxta og endurgreiðslu. Ef þessum skilyrðum er fullnægt er ekkert því til fyrirstöðu að sjóðirnir láni fjármagnið til margra ára.
Miklar áhættu fjárfestingar hjá lífeyrissjóðunum heyra vonandi sögunni til, eftir stórfalt tap vegna fjármálahrunsins á síðasta ári.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.