2.11.2009 | 23:40
Verðmunur í verslunum.
Í nýrri verðkönnun ASÍ kom í ljós mikill verðmunur á ávöxtum og grænmeti milli verslana. Munurinn var allt upp í 287% á rauðum eplum. Það er ekki óalgengt að verðmunur á milli verslana sé óhóflegur á einstökum vörutegundum.
Það er kominn tími til að yfirvöld krefji verslanir um útreikninga þeirra á verðlagningu vörutegunda sem skera sig svona úr í verði, eins og rauðu eplin hjá 10-11. Það er ekki lýðandi að verslanir ræni viðskiptavini sína á þennan hátt.
Í kjölfar verðkannanna verður að koma rannsókn á óeðlilegum verðmun.
Mikill verðmunur á ávöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.