Eigum við að borga Icesave?

Ef við hugsum okkur að Breskur banki hafi opnað útibú í Reykjavík, og boðið Íslendingum að leggja peninga inn á öruggan innlánsreikning, með hærri vöxtum en innlendir bankar bjóða. Bankinn komist í greiðsluþrot og ekki getað greitt út innistæðurnar, en ríkissjóður Íslands gripið inn í, og greitt þær út.

Spurningin er hvort við Íslenskir skattgreiðendur hefðum krafið okkar ríkistjórn um að innheimta af Bretum þessi fjárútlát. Ef svarið er já, ber okkur siðferðisleg skylda að greiða Icesave-skuldina.

Líka má benda á að stjórnendur og eigendur Landsbankans gerðu þjóð sinni þann grikk,að reka bankastarfsemi í Bretlandi og Hollandi sem útibú, en ekki dótturfyrirtæki, sem hefði komið ábyrgðinni á tryggingarsjóð innstæðueigenda viðkomandi landa. Regluverkið er ekki meira gallað en það.

Samningurinn sem gerður var milli landana um endurgreiðslu Íslenska tryggingarsjóðsins, var ásættanlegur. Óttinn um að þessar þjóðir gangi svo hart fram í innheimtunni að ekki verði hægt að semja um greiðslufrest eða lengingu lánstímans er ástæðulaus. Enda skilst mér að það sé gert ráð fyrir því í samningnum, að ef við lendum í erfiðleikum með greiðslur, sé sest að samningaborði á ný.

Það er niðurlægjandi fyrir okkur Íslendinga hvernig Alþingi hefur meðhöndlað þetta mál. Tafið framgang þess með fyrirvörum á ríkisábyrgðinni, sem vita mátti að viðsemjendur okkar myndu ekki geta sætt sig við. Nú er málið komið fyrir Alþingi á ný, og vonandi til endanlegrar afgreiðslu.

Við verðum að fara komast út úr þeirri stöðnun sem þetta mál hefur valdið okkur, svo að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast á ný. Segja má að tafir á lausn Icesave-deilunnar hafi haldið þjóðinni í gíslingu, vegna afstöðu AGS og þeirra þjóða sem lofað hafa okkur lánum, svo ekki sé minnst á stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður punktur sem vekur mann til umhugsunar. Kanski best að horfast í augu við kaldan veruleikann svo við getum farið að drösla okkur af stað inn í framtíðina.

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 17:21

2 identicon

Það vita allir að við verðum að borga þetta, hvað er verið að þrasa um það.

Nú eru sjálfstæðismenn svaka harðir og vilja sína hörku, hvar var þessi harka þegar að hryðjuverkalögin voru sett á okkur.

jónas Finnbogason (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband