Stærsta ólán þjóðarinnar.

Það var ömurlegt að hlusta á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í kastljósinu í kvöld, draga úr stefnu stjórnarinnar varðandi innköllun kvótans, sem er þó ekki nema hænuskref til 20 ára. Nefndin sem hann skipaði og vitnaði til, getur aldrei komið með tillögur sem öll þjóðin getur sætt sig við. Þar innandyra eru útvegsmenn sem ekki koma til með að sætta sig við breytingar í þá veru að þeir myssi kvótann og réttinn til að braska með hann. Stór hluti þjóðarinnar getur heldur ekki sætt sig við að þeir haldi þeim rétti.
 
Stórasta ólán þjóðarinnar virðist ætla verða það, að í stól sjávarútvegsráðherra setist aldrei maður sem hefur kjark til að leiðrétta þau hræðilegu mistök sem gerð voru í sjávarútvegi fyrir aldarfjórðungi síðan. Einkum og sér í lagi, þegar útvegsmönnum var leift að leigja, selja og veðsetja kvótann.
 
Ef til vill er þetta klókindi hjá Jóni, hann veit sem er að kvótaandstæðingar munu ekki greiða atkvæði með inngöngu í Efnahagsbandalagið með óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. En eins og allir vita er hann á móti inngöngu í það þjóðarbandalag.
 
Ég sé ekki fram á annað enn að kvótaandstæðingar í öllum flokkum verði að bindast samtökum og berjast gegn þessu óréttláta kerfi mannréttindabrota með kjafti og klóm.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Rétt hjá þér Bjarni.

Grétar Mar Jónsson, 24.9.2009 kl. 08:47

2 identicon

Já þetta viðtal var mjög lélegt. hann talaði um að þetta væru svo flókin lög að ekki væri hægt að breyta neinu, höfum við þá nokkuð að gera við ráðherra ef hann getur hvort eð er ekki gert neitt??

jonas finnbogason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Jónas, okkur vantar ráðherra sem hefur kjark, lemur í borðið, skellir hurðum og tekur ákvarðanir. Ekki ráðherra sem skipar vonlausa nefnd til að draga á langinn nauðsynlegar breytingar.

Ég þakka ykkur báðum, þér og Grétari fyrir innlitið.

Bjarni Líndal Gestsson, 25.9.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband