18.9.2009 | 11:36
Ríkisábyrgð á Iceseve eftir 2024 ef með þarf.
Annað hvort tökum við sem þjóð ábyrgð á greiðslu lána vegna Iceseve eða ekki. Það var í upphafi vitleysa að takmarka ríkisábyrgðina við árið 2024 þegar lánin eiga að vera uppgreidd. Ef okkur tekst ekki að greiða upp lánin á þeim tíma, verður ekki komist hjá því að semja um framlengingu, og þá verður krafist ríkisábyrgðar á eftirstöðvum lánanna, eða lætur íhald og framsókn sér detta annað í hug.
Nei, þeir vita betur, allt fyrirvara klúður þeirra hefur fyrst og fremst snúist um að tefja nauðsynleg störf ríkistjórnarinnar, og skapa skilyrði fyrir því að koma henni frá. Þeim væri nær að taka ábyrgð á, að hafa komið þjóðinni í þessi vandræði með einkavæðingu Landsbankans, og reka heiðarlega stjórnarandstöðu á Alþingi.
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.