5.8.2009 | 13:05
Álit Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Ég vil byrja á því að taka fram, að ég hef ekki lesið umrætt álit. Ég heyrði einhverstaðar útundan mér að megin niðurstaðan hafi verið, að lífskjör muni versna og fólk flytja úr landi í auknum mæli. Ef þetta er rétt er augljóst að ósk um álit frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands varð eingöngu til að tefja afgreiðslu málsins, og tefja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á næsta lánapakka.
Íslensk alþýða þurfti ekki álit hagfræðinga Háskólans til að boða okkur versnandi lífskjör vegna mikilla skulda þjóðarinnar. Við sem eldri erum gerðum okkur strax í upphafi bankahrunsins grein fyrir því. Okkar ágæti félagsmálaráðherra brást snarlega við og skerti lífskjör okkar eldriborgara til að mæta aukinni skuldsetningu þjóðarinnar.Reyndar eru almannatryggingarnar að fá endurgreitt of greiddan lífeyri, sem nemur skerðingunni, og tvöfaldar þannig sparnaðinn.
Raunhæfasti kosturinn er að auka tekjur þjóðarinnar með því að taka þá áhættu að veiða meira. Stofna auðlindasjóð og setja í hann 100.000 þorskígildistonn og leigja út.
Staðfestir heildarmyndina um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.