Endurskoðunarnefnd almannatrygginga.


Samkvæmt þessari frétt, var Landssamband Eldriborgara að bregðast við skýrslu frá endurskoðunarnefnd almannatrygginga. Ef þetta er sú nefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir skipaði sem félagsmálaráðherra í fyrri ríkistjórn, var henni ætlað að koma með tillögur að einföldun kerfisins og hvernig megi draga úr víxl-skerðingum milli lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar. Ef ég skil svar LEB rétt, virðist nefndin hafa snúið sér að því, að finna leiðir til sparnaðar, en ekki að bæta hag ellilífeyrisþega. Þá má skilja á svarinu, að nefndin leggi til að grunnlífeyrir geti fallið niður undir vissum aðstæðum, og að ekki sé meiningin að hækka ellilífeyri í samræmi við hækkun launa á vinnumarkaðnum.

Í síðasta bloggi mínu benti ég á samspil þess að ellilífeyrisþegar komist af fjárhagslega, og geti farið út af vinnumarkaðnum, og minnkað með því atvinnuleysið. Spurningin er hvort sé betra að moka peningum í atvinnuleysistryggingasjóð, eða fjármagna ellilífeyrir frá Tryggingastofnun?

Minna má á, að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir fyrir nær fjörtíu árum, var þeim ætlað að greiða lífeyrir í viðbót við lífeyrir almannatrygginga og standa með því undir framfærslukostnaði lífeyrisþega. Illa þenkjandi ríkistjórnir þessara áratuga í garð eldriborgara, hafa komist upp með að ræna áunnum réttindum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna, með því að skerða lífeyrir almannatrygginga. Því verður ekki trúað að núverandi ríkistjórn ætli að höggva í sama knérunn.

Í það minnsta er ástæða til að félagsmálaráðherra verði við þeirri kröfu LEB að 100.000 króna frítekjumark verði sett á tekjur úr lífeyrissjóðum, áður enn til skerðingar kemur hjá Tryggingastofnun. Aftur á móti er eðlilegt að mínum dómi að minnka frítekjumark atvinnutekna eins og gert hefur verið á meðan að  stórfellt atvinnuleysi ríkir í landinu.

Gerum öldruðum fjárhagslega kleift að fara af vinnumarkaðnum, og minnkum með því atvinnuleysið.

 


mbl.is LEB andvígt því að grunnlífeyrir falli niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo illa ígrunduð aðgerð, að maður skilur ekki og jafnvel heldur maður að þeir sem datt þetta í hug. hafi enga rökhugsun eða geti á neinn hátt horft á mál nema frá einni hlið.

Fyrir utan að hlusta ekki á góðra manna ráð, sem alltaf er heillavænlegt. Maður þarf kannski ekki láta snúa sér eins og skopparakringlu, en fólk fær ferskari hugmyndir og getur hugsað málin frá annarra  sjónarhorni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband