Að láta dómstól dæma okkur til að skila stolnu fé.

Ég sit dolfallinn eftir að haf horft á þáttinn Málefnið endurtekinn á SKJÁEINUM í dag. Davíð Oddsson í sínu drottningar viðtali staglaðist á því að Íslendingar eigi ekki að borga icesave-skuldirnar nema íslenskur dómstóll dæmi okkur til þess. Ég skil ekki hvernig lögfræðingurinn Davíð og hans félagar í Sjálfstæðisflokknum ætlast til þess að dómstóll þó íslenskur sé, dæmi okkur í vil. Hér er um að ræða illa fengið fé frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum, aflað með gylliboðum af íslenskum banka með íslenska stjórnendur og eigendur, undir eftirliti Seðlabanka Íslands og íslenska Fjármálaeftirlitsins, innstæðutryggingasjóður stofnaður með íslenskum lögum.

Stundum eru mál þannig að þau eru fyrirfram töpuð og í þessu tilviki yrði það okkur Íslendingum ansi dýrkeypt. Skuldin yrði gjaldfallinn um leið og dómur félli,hvernig borgum við þá. Jú við gætum til dæmis selt allar okkar auðlindir til erlendra aðila, veiðiheimildir á Íslandsmiðum þar með,og dygði jafnvel ekki til.

Nei, samningaleiðin er farsælust og sá samningur sem fyrir liggur ásættanlegur. Það sem gerir hann ásættanlegan er fyrst og fremst sjö ára biðtíminn, rétturinn til að minka höfuðstólinn jafn óðum og eignir Landsbankans innheimtast og ekki síst að geta tekið upp samningsþráðinn að nýu ef greiðslugeta ríkisins verður ekki nægjanleg þegar þar að kemur.

Það er hábölvað að íslenska þjóðin skuli þurfa að skuldbinda sig til borga skuldir, sem stofnað var til af áhættusjúkum mönnum og fégráðugum. Ákvarðanir þeirra um að stofna icesave-reikninganna endaði sem ránsfengur frá almennum sparifjáreigendum í þessum löndum.

Dómstólaleiðina á þjóðin að fara gegn þessum mönnum og gera eignir þeirra upptækar hvar sem þær eru í heiminum, og nota þær til að greiða upp í þessa skuld. Það er ekki ásættanlegt að þeir haldi sínum auði á meðan þjóðinni blæðir um ókomin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband