18.6.2009 | 21:44
Veiðimenn hvattir til að sleppa stórlaxi.
Landsamband veiðifélaga hvetur til að sleppa stórlaxi. Hvað skyldu fiskifræðingar segja við því? Í hafinu eru menn hvattir til að hlífa smáfiski og veiða þá stóru. Er náttúran önnur í vatni en sjó? Menn hafa trú á, að með því að sleppa stórlaxi sé verið að styrkja stórlaxastofninn. Stórar hrygnur hljóta líka gefa meira af sér til fjölgunar á stofninum, hvort sem um er að ræða lax eða þorsk. Eða hvað?
Veiðimenn hvattir til að sleppa stórlaxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Bjarni, það er stórt spurt. Fiskifræði er engin vísindi, bara haugur af ósönnuðum kenningum....
Svo er líka athygglisvert að sjá hvaða fiskar fá að synda og hverjum er slátrað í mannaheimum. Þar er stórlöxunum sem skuldsetja þjóðfélagið um hundruði eða þúsundir milljarða sleppt en smáfiskunum er slátrað.
Sigurður Jón Hreinsson, 18.6.2009 kl. 23:54
Sæll Sigurður, gaman að heyra frá þér. Vísindi sem byggja á því að telja fiska í sjó er hvorki fugl né fiskur. Í mannheimum mætti ríkistjórnin fara að ráðum fiskifræðinga og slátra stórfiskum, enda gefa þeir ekkert af sér, koma tekjum sínum úr landi og þar með undan skatti og skuldsetja þjóðina eins og þú segir.
Það hefur löngum fylgt ríkistjórnum okkar lands að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kreppir að. En mundu eitt, það voru vinir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fengu bankana til að leika sér með. Það eru stórlaxarnir sem illa gengur að veiða. En auðvelda bráðin erum við eldriborgarar og öryrkjar og þannig var það líka á velmektar árum ríkistjórnar Davíðs og Halldórs. Þeir lækkuðu skatta hjá fyrirtækjum og hátekjumönnum, en hækkuðu hjá látekjufólki með því að halda niðri persónuafslætti.
Kær kveðja, Bjarni
Bjarni Líndal Gestsson, 19.6.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.