12.6.2009 | 17:59
Ísafjörður (Skutulsfjörður) er ekki útgerðarbær lengur.
Það þarf engan að undra þó sjómönnum fækki, sem hafa haft sjómennsku að ævistarfi og eru komnir til ára sinna á Ísafirði. Útrýming á störfum þeirra hófst fyrir 25 árum, þegar kvótakerfi við stjórn fiskveiða var tekið upp. Margir þeirra sem voru á sjómennsku aldri þegar útgerðamenn á Ísafirði fóru að moka inn peningum með því að selja burt kvótann, í stað þess að moka inn fiski, eru nú aldraðir menn fyrir sunnan, eða dánir.
Ísafjörður er ekki lengur sá útgerðabær sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og verður ekki meðan þetta kerfi verður við líði. Hér áður fyrr gátu menn hætt sjómennsku eftir langan sjómannsferil, og farið að vinna við beitningu á alvöru línubátum, fengið vinnu í frystihúsi eða rækjuverksmiðju. Nú er það ekki lengur fyrir hendi nema í mjög litlum mæli, og menn fara því burt úr bænum.
Ef þeir fáu sjómenn sem í dag stunda sjó hér við Skutulsfjörð halda vinnu sinni næstu árin, verða vonandi til aldnir sjómenn sem verðskulda að verða heiðraðir á Sjómannadaginn í framtíðinni. Það er að segja, þar til að núverandi kvótahafar hætta útgerð og selja kvótann burt.
Breytingin á atvinnu háttum hér í bæ, er ekki alvond. Minnkandi sjávarútvegur, en vaxandi skólabær er ekki svo slæm skipti, en best væri að hvort tveggja dafni, og vonandi verður það í framtíðinni. þegar við höfum losnað úr fjötrum kvótakerfisins og Háskólinn verður að veruleika, þá mun Ísafjörður (Skutulsfjörður) blómstra á ný.
Óánægja með að enginn sjómaður skyldi heiðraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum nú nokkuð margir sjómenn að vestan sem stundum sjóinn frá öðrum landsfjórðingum.
Kv Fjölnir
fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.