Icesave-samningurinn er skásti kosturinn.

Miklar deilur  bæði innan þings og utan eru vegna Icesave-samningsins. Furðulegt er hve stór hópur íslendinga halda að við komumst hjá því að bera ábyrgð á eftirstöðvum á Icesave-skuldinni ef eignir bankans hrökkva ekki til. Það hefur alltaf verið ljóst að við yrðum að borga það sem eftir kann að standa þegar lánasöfn og aðrar eignir bankans hafa skilað sér. Það er sárt, en annað er ekki í stöðunni og samningurinn sem nú liggur fyrir ásættanlegur. Ekki reynir á væntanlega ríkisábyrgð fyrr en eftir 7 ár, og á þeim tíma er hægt að greiða inn á höfuðstól lánsins jafn óðum og eignir bankans skila sér, sem hlýtur að draga úr samanlögðum vaxtakostnaði. Vonandi reynist mat Gamla Landsbankans rétt, svo ekki reyni á ábyrgðina. Þeir sem hæst hafa á þingi gegn þessum samningi, hafa því miður enga aðra lausn en dómstólaleiðina sem er fyrirfram töpuð, og myndi valda okkur skaða og skömm.

 Íslendingar verða gera sér ljóst að ''víkingarnir'' okkar rændu sparifé fólks í þeim löndum sem Steingrímur J. samdi við fyrir okkar hönd. Við skulum snúa dæminu við og segja sem svo að breskur banki hafi opnað útibú í Reykjavík og boðið upp á miklu betri vaxtakjör en íslensku bankarnir. Allir reykvíkingar sem áttu sparifé hefðu lagt það inn á innlánsreikning í bankanum. Bankinn orðið gjaldþrota út í Bretlandi og útibúið líka á Íslandi. Hefðu innstæðueigendur íslenskir ekki krafið Breta um sparifé sitt, ef engin innstæðutrygging hefði verið til staðar?

Eitt getum við Íslendingar lært af þessu, að einkavæðing bankana losar okkur ekki sem þjóð, undan ábyrgð á gjörðum þeirra manna sem kaupa.  Því skulum við hafa þá áfram í ríkiseigu.


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vextirnir eru ekki ásættalegir 5,5% er okur.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:03

2 identicon

Semja um þá og ef ekki gengur þá ekki skrifa undir samningana. Svona stór upphæð ríkistryggð ætti að vera á 2.5% til 3%.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband