Hugleiðingar um kvótakerfið út frá viðtali í þættinum Silfri Egils.


Í Silfri Egils í gær sunnudag, var viðtal við Eirík Stefánsson fyrrum verkalýðsforingja um kvótakerfið. Hann benti á ýmislegt sem gert hefur verið í kerfinu s.s. hvernig óveiddur fiskur í sjónum er seldur fyrir offjár og hvernig skilnaður hjóna veldur því að skipta þarf andvirði fisks í sjónum milli þeirra. Eða þegar erfingjar sem engan áhuga hafa á sjávarútvegi fá í hendur stórar upphæðir til að leika sér með.

Þá gaf hann nýrri stétt manna nafn, sem urðu til í kvótakerfinu og kallaði þá ''Sófakommonista'', en það eru menn sem lífa lúxus lífi á því að leigja frá sér kvóta, og þegar þeir hafa leigt það sem leyfilegt er vegna veiðiskyldu, leigja þeir bátinn með kvótanum. Þannig er veiðiskyldunni fullnægt þar sem aflin er seldur á nafni bátsins.

Varðandi innköllun aflaheimilda og tap þeirra útgerðamanna sem keypt hafa kvóta, benti Eiríkur réttilega á, að það væri eins og að tapa á hlutabréfakaupum. Með hliðsjón af lögum um stjórn fiskveiða  getur engin gengið að því vísu að fá úthlutað kvóta árlega. Þeir sem fjárfesta í kvóta líðandi árs eru í raun að stunda áhættufjárfestingu. Í reynd eru allar aflaheimildir í höndum ríkjandi stjórnvalda 1. september ár hvert, og gætu því breytt reglum um úthlutun með einfaldri lagasetningu. Rétt er að undirstrika að úthlutun á kvóta árlega myndar ekki varanlegan eignarétt 

Að lokum benti Eiríkur á þann möguleika að innkalla allan kvótann með einu pennastriki og skuldirnar með. Ríkið myndi síðan endurleigja kvótann á 50 - 60 krónur kílóið og greiða með því skuldirnar. Hann gat þess að gaman væri að fá útreikning á slíku dæmi, og benti á að menn hafa verið að leigja fyrir allt að 200 krónur kílóið. 

Engar skuldir, sanngjörn leiga. Hvað er hægt að hugsa sér betra?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband