23.4.2009 | 15:04
Hræðsluáróður útgerðamanna og sendi sveina þeirra.
Fyrir síðustu kosningar heyrði maður dæmi um, að handhafar kvótans hafi gengið um vinnustaði, einkum í beitningarskúra hér fyrir vestan, og hótað starfsfólki sínu, að fyrirtækið yrði lagt niður, ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki völdum eftir kosningar. Gaman væri að vita hvort slíkt sé í gangi í dag. Eitt er víst að þrír ágætir bæjarstjórar sendu frá sér hræðsluerindi varðandi stefnu núverandi stjórnaflokka að innkalla kvótann. Einn af þessum ágætu mönnum er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en hann stjórnar bæjarfélagi sem varð einna verst úti, eftir að framsal á kvóta var leift. Einn mesti skaðvaldurinn í því að Ísafjörður missti frá sér glæsilegasta skip flotans og allan kvóta þess til Akureyrar, var fyrirrennari hans og sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson núverandi alþingismaður. Meðan Kristján var bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var hann jafnframt stjórnarformaður Samherja á Akureyri, og stuðlaði að því sem slíkur að Hrönn hf. eigandi Guðbjargar ÍS-46 var sameinað Samherja og flutt úr bænum með 4 til 5 þúsund tonna kvóta. Þá vil ég einnig minna á, að hingað kom ágætur útgerðamaður og gerðist forstjóri Básafells hf.og flutti burt með sér kvóta Norðurtangans hf. Togarafélags Ísfirðinga hf. og Básafells hf. Ekki má svo gleyma því að Íshúsfélag Ísfirðinga var lagt niður vegna sameiningu á Gunnvör hf. og Hraðfrystihúsinu Hnífsdal. Nýjasta dæmið um afleiðingar framsals kvótakerfisins, er þegar kvótagreifi Flateyringa flutti úr bænum með kvótagróðann í vasanum. Hjá öllum þessum fyrirtækjum töpuðu tugir fólks vinnu sinni. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar væri með meiri peninga í kassanum í dag hefði kvótakerfið, og einkum framsal þess aldrei orðið til. Að lokum, svör við millifyrirsögnum þrímenninganna: Landsbyggðin lifir á veiðum og vinnslu. En hefur barist í bökkum síðan kvótakerfið var sett á. Á að taka aflaheimildir af afkomendum?Afkomendur halda fæstir áfram útgerð og fiskvinnslu,heldur selja og stinga kvótagróðanum í vasann. Feigðarleiðin. Henni líkur þegar kvótinn verður innkallaður,og upphefst nýtt líf á landsbyggðinni, og um allt land.
Athugasemdir
Já þeir eru góðir að gaspra þessir vesalingar. Og núna eru þessir sömu menn með hræðsluáróður um að skattar munu hækka ef vinstri menn taki við, en þeir gleyma því að þeir eru með hæsta útsvar á landinu og búnir að lækka launin hjá starfsfólkin sínu sem voru þau lægstu á landinu. EN ÞESSI GREI FÁ SITT.
Jónas Finnbogason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.