Frjálsar strandveiðar

Vonandi stendur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra við þá ætlun sína að leifa frjálsar strandveiðar. Með því brýtur hann upp þetta spillta og skítuga fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur verið við líði í 25 ár. Og eykur atvinnu í sjávarbyggðum landsins. Ráðherra hefur vald til að breyta reglugerð um stjórn fiskveiða og þarf ekki að leggja hana fyrir Alþingi, þar sem fyrir er málþófslið L.Í.Ú. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins afhjúpuðu sig í dag með breytingatillögu á fyrstu grein stjórnlagafrumvarpsins, og gerðu með því ljóst að hagsmunir útgerðamanna er æðri hagsmunum þjóðarinnar.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála. besta leiðin til að hefja þá aðgerð að innkalla allar veiðiheimildir, væri að byrja á að innkalla  allar óveiddar aflaheimildir þeirra útgerðarfyrirtækja, sem á þessu síðasta ári hafa leigt þær til annara óskyldra útgerðarfyrirtækja. Það er ólíðandi að útgerðarfyrirtæki leigi fyrir okurfé aflaheimild sem þeir veiða ekki sjálfir. Þarna er um að ræða þúsundir tonna og þá að mestu hjá hjá LÍÚ Þetta ætti að vera fyrsta aðgerð og með þessu væri komið  í veg fyrir braskið og það er stærst málið til að byrja með. Þessar innkölluðu aflaheimildir mætti síðan leigja á sanngjörnu verði úr auðlindasjóði.                 Dæmið er ósköp einfalt. ALLIR ÞEIR SEM LEIGT HAFA FRÁ SÉR AFLAHEIMILDIR Á SÍÐUSTU TVEIM ÁRUM MISSA ÞÆR, ÞVÍ ÞEIR FENGU AFLAHEIMILDIRNAR TIL AÐ VEIÐA ÞÆR,- EN EKKI TIL AÐ LEIGJA ÞÆR.

I

Hafsteinn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband