Mótmæla á Silfurtorgi

Hvar voru mótmælendur þegar kvótinn var vélaður burt úr bænum. Hópur fiskverkafólks og sjómanna misstu vinnu sína hér á Ísafirði. Hvar var samstaðan frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólk óð í peningum upp fyrir haus, og laun voru  í hæstu hæðum.

Ég ætla samt ekki draga úr þörfinni á því að mótmæla í dag, þegar fólk er að missa húsnæði sitt undir hamarinn, á meðan að lánastofnanir afskrifa þúsundir milljarða hjá útgerðaauðvaldinu í landinu. Verst finnst manni að fólk skuli þurfa að henda eggjum í ráðamenn þjóðarinnar, til þess að þeir taki alvarlega reiði fólks.

Það hefur vakið eftirtekt mína undanfarið, að þegar rædd er um ástandið í fjölmiðlum, að það sem veldur  mestum áhyggjum, er að svo kallað millistéttarfólk skuli vera missa húsnæði sitt. Eins og ekki þurfi að hafa áhyggjur af lágstéttinni, það er að segja fólkinu sem skapar í mörgum tilvikum þjóðartekjurnar. Það má éta það sem úti frýs, eins og ætíð í gegnum árin.


mbl.is Mótmæla á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband