Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði


Sjálfstæðismenn á Ísafirði ganga til prófkjörs í dag. Þó ég hafi óbeit á sérhagsmuna-og einkavæðingarstefnu flokksins, er mér ekki sama hverjir veljast í efstu sæti listans, og þar með í næstu bæjarstjórn. Vonandi í minnihluta samt.

Valið snýst um hið ágætasta fólk, en vonandi ber grasrótin í flokknum gæfu til þess að setja Gísla Halldór í efsta sætið og bæta þannig ímynd flokksins í sjávarútvegsmálum. Fráfarandi forustufólk flokksins í bæjarstjórn hafa lýst yfir stuðningi við kvótakerfið og varað við fyrningarleiðinni, sem er eins og að tilbiðja eldinn í brennandi húsi.

Kvótakerfið er búið að brenna helming aflaheimilda Ísafjrðarbæjar, úr 4% í 2% á landsvísu. Því þurfa ísfirðingar fólk í bæjarstjórn, sem hefur kjark til að berjast gegn einokun og sérhagsmunum í sjávarútvegi og lyfta bæjarfélaginu upp úr volæðinu, jafnvel með bæjarútgerð ef með þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Góður.

Já, Kvótann heim ...."Where it belongs ".

Kveðja á þig 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Þórarinn.

Var að frétta að Eiríkur hefði unnið fyrsta sætið. Ég þekki mannin ekkert, en ég óttast að hann hafi sömu skoðun á kvótakerfinu og fyrirrennari hans. Sjálfstæðisflokkinn vil ég hafa í minnihluta næsta kjörtímabil.

Ég tek undir með þér "Kvótann heim", minn draumur er að Ísafjörður nái fyrri styrk í sjávarútvegi, og endurheimti þau 4% af heildar aflaheimildum á landsvísu sem hann hafði.

Ég sá á bloggi þínu að þú hefur náð þér í flensu. Ég óska þér bata fljótt og vel.

Við hjónin erum að fara í frí til Kanarí næstu 3 vikur, og ætla ég að vera í frétta-og bloggfríi á meðan.

Kær kveðja.

Bjarni Líndal Gestsson, 14.2.2010 kl. 10:03

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Bjarni.

Það er ekkert að kvótakerfinu. það eina sem er að er frjálsframsalið það hefur eyðilagt orðstír útgerðamanna. Allt annað er bull. Þú talar um kvóta heim, ég vil minna þig á þá sem seldu skipið með aflaheimildum á sínum tíma. Gugguna sem var aflaskip ykkar enn græðgin réði för manna. Nú þýðir ekkert að væla þetta voru ykkar menn sem stóðu að þessu.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 15.2.2010 kl. 10:38

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Jóhann.

Útgerðafélagið Hrönn hf. eigandi Guggunnar var sameinað Samherja hf. á Akureyri, og átti að gerast út og landa á Ísafirði. Þessu var lofað rétt á meðan að skrifað var undir sameininguna, og svikið áður enn blekið þornaði. Stjórnarformaður Samherja var þáverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Kristján Þór Júlíusson. Kristján var verðlaunaður með bæjarstjórastólnum á Akureyri. Svikamilla þeirra Kristjáns og Þorsteins við að ná kvótanum norður gekk upp.

Ég álasa ekki fyrrum hluthöfum Hrannar h.f. sem voru búnir að gera út með glæsibrag í nær hálfa öld frá Ísafirði, og voru orðnir fullorðnir menn, þótt þeir drægju sig í hlé, og nýttu sér ákvörðun misvitra stjórnmálamanna sem komu á framsalinu.

Þetta mun gerast aftur og aftur ef kvótakerfið (einkum framsalið) verður áfram við líði um ókomna tíð. Útgerðamenn verða gamlir eins og aðrir, og selja sig frá útgerð og kvóta. Stærstu og sterkustu útgerðafyrirtækin munu bjóða þeim hæsta verðið.

Bjarni Líndal Gestsson, 15.2.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband