28.1.2010 | 21:34
KVÓTI.
Kommúnismi og fasismi eru hugtök sem eiga samleið með þeim stjórnarháttum sem orðið KVÓTI stendur fyrir. Annars vegar er hann notaður til að takmarka framleiðslu bænda vegna þess að markaðurinn er of lítill, það er að segja of fáir munnar til að éta afurðir þeirra. Hinsvegar er kvóti notaður til að draga úr nýtingu sjávarafla vegna þess að reiknimeistarar hafa reiknað það út að of lítið sé af fiski í sjónum. Í báðum tilvikum er kvótinn framseljanlegur. Hann er sem sagt verkfæri einokunar og brot á lýðræði.
Þeir sem styðja kvótakerfi kommúnismans tilheyra stjórnarháttum frjálshyggju, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni á markaði. Sem hafa það á stefnuskrá að sá sem verður undir í samkeppni eigi að fara á hausinn og hætta starfssemi. Þeir styðja líka þann fasisma sem felst í því að einoka grundvallar atvinnugreinar landsins, landbúnað og sjávarútveg. Enginn fær að reka bú, eða útgerð nema hafa keypt kvóta af þeim sem einkaréttinn hafa.
Kvóti brýtur stjórnarskrá Íslands og mannréttindi. Hann á því engan rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi og á að leggjast af. Allir þeir sem hafa hug á því að gerast bændur eða útgerðamenn eiga að hafa rétt til þess. Því verður að finna aðra leið til að stýra framleiðslu getu þessara atvinnugreina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.