Röng stefna vinstri flokka.

Það hefur alla tíð verið ergilegt að horfa upp á sjálfseyðingarhvöt vinstri flokkanna  þegar þeir hafa sest í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn var hluti af Viðreisnarstjórninni á sínum tíma og þurrkaðist nærri út af Þingi, átti aðeins einn kjörinn þingmann þegar yfir lauk. Ástæðan var hversu leiðitamur hann var Sjálfstæðisflokknum í 12 ár, og lét það viðgangast að stefna hans réði ferðinni. Tildæmis var árás á sjómannstéttina vinsæl hjá stjórninni, og sett voru lög þess efnis að tekið var 25% af óskiptum afla til að greiða kostnað útgerðanna vegna tækni nýunga við síldveiðar. Þessi aðferð rýrði hlut sjómanna verulega, og er enn við líði, nema nú greiða þeir hluta af olíukostnaði. Þá voru lög sett til að brjóta á bak aftur verkföll sjómanna, og gengisföll voru tíðar eftir pöntun frá fiskvinnslu og útgerð.

Framsóknarflokkurinn sem ég vil enn telja til vinstriflokkanna gerðist á sama hátt leiðitamur Sjálfstæðisflokknum í 18 ár, og gekkst algjörlega undir stefnu hans. Lét hafa sig í að gefa fáum útvöldum Íslendingum óveiddan fisk í sjónum, með því að koma á kvótakerfi í sjávarútvegi. Einkavæða bankanna og færa þá í hendur vildarvinum flokkanna, með þeim afleiðingum sem síðar urðu. Gera Íslendinga aðila að stríði með því að styðja innrás Breta og Bandaríkjamanna inn í Írak, sem reyndist vera gerð í skjóli upploginna saka.Ekki má gleyma rýrnandi kjör skjólstæðinga Tryggingastofnunar á valdatíma þeirra. Þetta verður að kallast sjálfseyðingarhvöt Framsóknar, eingöngu til að halda völum með því að þóknast samstarfsflokknum.

Fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi lagði grunn að óvinsældum,- ekki með Icesave-samningunum því þeir eru ekki eins slæmir og menn vilja vera láta,- heldur með því að rýra kjör öryrkja og ellilífeyrisþega, og með því að afnema sjómannaafsláttinn. Þar er ekki um að ræða upphæðir sem koma til með að skipta sköpum fyrir endurreisn efnahagslífsins. En er brot á grundvallar stefnu flokkanna til velferða mála, og gæti orðið fyrsta frækornið til sjálfseyðingar þeirra, ef ekki verður brugðist við hið allra fyrsta, og snúið til baka í þessum málum og grundvallar stefnu mál vinstri stjórnmála í heiðri höfð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Bjarni.

Ég velti alltaf fyrir mér þessari" UMPÓLUN " á vinstri flokkunum þegar komið er í stjórn. Ég er bara ekki að ná þessu.

þetta var góð áminning hjá þér.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Sæll: Eg er sammála, maður veit bara ekki hvað er í gangi. Auðvitað þarf að gera einkvað rótækt í þessu ástandi sem búið er að skapa í landinu, en það var alveg óþarfi að byrja á öfugum enda.

Bjarni Kjartansson, 25.1.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Þórarinn! Já, það hefur oft verið erfitt að vera vitni að þessari UMPÓLUN eins og þú kallar það. Ástæðan er einfaldlega þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn, sem er trúr sinni stefnu og gætir hagsmuna auðvaldsins í landinu. Því er ekki til að dreifa í dag, en núverandi stjórn hefur það þó sér til afsökunar að allt fjármálakerfið hrundi.

Sæll nafni! Það er rétt hjá þér, róttækar aðgerðir eru nauðsynlegar vegna ástandsins. En það var alveg óþarfi af félagsmálaráðherra að vera fyrstur ráðherra til að skera niður í sínum málaflokki á miðju sumri í fyrra. Hann er ef til vill of ungur og líkamlega hraustur til að skilja þarfir öryrkja og ellilífeyrisþega.Ráðherra vinstriflokks má ekki ráðast að kjörum þessa fólks fyrr en í fulla hnefanna.

Kær kveðja,

Bjarni Líndal Gestsson, 25.1.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband