Færsluflokkur: Lífstíll
30.9.2010 | 11:13
Björt framtíð hjá Samfylgingunni
Mikil heift hefur skapast hjá Sjálfstæðismönnum út í Samfylkinguna vegna niðurstöðu kosninganna um að senda fyrrverandi fjóra ráðherra fyrir Landsdóm. Kenna þeir þingmönnum flokksins um að Geir verður einn sakfeldur.
Það gleður mitt vinstri sinnaða hjarta ef sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að samstarf við Samfylkinguna komi aldrei til greina hér eftir. Mér heyrðist Ríkisútvarpið í morgun vitna í ummæli þess efnis, og vona svo sannarlega að það reynist rétt.
Á minni löngu æfi hafa vinstri flokkar ætíð hlotið skaða af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2010 | 10:00
Tveir flokkar kusu eftir flokkslínum
Við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær um að ákæra fyrir Landsdómi fjóra fyrrverandi ráðherra í ríkistjórn Geirs H. Haarde, kusu tveir flokkar eftir fyrirfram ákveðinni línu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammæltust um að greiða atkvæði gegn ákæru. Í tilraun til að bjarga Geir og Árna urðu þeir að hafna ákæru á hin líka. Annað hefði litið illa út fyrir flokkinn.
Hreyfingin hafði greinilega komið sér saman um niðurstöðu, enda flokkur sem er á móti tilveru fjórflokkanna og vill stjórnleysi inn á Alþingi.
Vinstri grænir greiddu allir atkvæði með ákæru á hendur öllum fjórum. Greinilega pólitískt hatur að baki, enda vildi Geir ekki samstarf við þá er hann myndaði ríkistjórnina, samkvæmt því sem hann upplýsti í kastljósinu í gærkvöld
Framsóknar- og Samfylkingarþingmenn greiddu atkvæði tvist og bast, voru greinilega hver og einn að fara eftir eigin sannfæringu, en ekki eftir fyrirfram ákvörðun þingflokkanna.
En eins og ég hef bloggað um áður var ekki ástæða til að ákæra þetta fólk, ef ekki er hægt að ná til þeirra sem stóðu að einkavæðingu bankanna og tóku ákvörðun um að skipta á milli sinna flokka Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Vinir þeirra sem fengu bankanna í hendur reyndust ekki traustsins verðir.
Fyrst að svona fór, að Geir verður dreginn fyrir Landsdóm, hefði ég viljað sjá bæði Davíð Oddsson sem fyrrverandi forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóra, og Halldór Ásgrímsson hans hægri hönd og viljalaust verkfæri í stjórn hans við hliðina á honum fyrir Landsdómi. Geir þá sem fyrrverandi fjármálaráðherra. Ekki má gleyma fyrrverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur.
Enn og aftur hvers vegna ganga meintir bankaræningjar lausir og stunda sína fjárplógsstarfsemi eins og ekkert hafi í skorist, og hafa haft nægan tíma til að dreifa illafengnu fé sínu inn á reikninga víða um heiminn? Er ekki vani að almúgamaðurinn, sem til dæmis rænir banka, sé hafður í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur?
Að lokum: Stjórnaliðar farið nú að snúa ykkur að alvarlegri málum og leggið fram frumvörp strax á næsta þingi í flýti meðferð, sem slær skjaldborg um heimilin í landinu og komið atvinnulífinu í gang. Atvinnu sem skapa tekjur en ekki atvinnubótavinnu til dæmis með því að auka veiðiheimildir í breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, og með því að nýta orkuauðlindir landsins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2010 | 19:37
Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna.
Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 23:10
Kvótaáróður utan Þings og innan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2009 | 20:03
Fyrsta hreina vinstristjórn á Íslandi afnemur sjómannaafsláttinn.
Sjómannastarfið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2009 | 11:13
Bygging hjúkrunarheimila (í skoðun).
Þetta er ánægjuleg frétt svo langt sem hún nær. Það sem fer orðið í taugarnar á mér, er sú árátta hjá þessari annars ágætu ríkistjórn, að hafa allt í skoðun, í stað þess að taka ákvarðanir fljótt og vel.
Vonandi verður Árni Páll jafn fljótur að taka ákvörðun í þessu máli, og þegar hann fyrstur allra ráðherra í ríkistjórninni ákvað að skera niður í sínu ráðuneyti, með því að skerða lífeyrir eldriborgara 1.júlí s.l. Svo ég tali ekki um að skila ekki almennum launahækkunum til þessa hóps, eins og honum ber samkvæmt lögum.
Ef hann bregst fljótt við, og heimilar byggingu hjúkrunarheimila strax, mun ég fyrir mitt leiti fyrirgefa honum aðför hans að hagsmunum eldriborgara á þessu ári.
þá vil ég benda núverandi meirihluta í bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar á, að nú er lag fyrir þá að krefjast byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði eins og lofað var af fyrri ríkistjórn. Þau þurfa ekki halda pólitískum hlífðarskyldi fyrir þessa ríkistjórn eins og þá fyrri, þar sem þeirra flokkar eru nú í stjórnarandstöðu á Alþingi.
Krafan er eitt gott rými fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Bygging hjúkrunarrýma í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2009 | 16:36
Þrjár pólitískar stefnur á Alþingi.
Ímyndunar pólitík hefur bæst við hægri og vinstri pólitík á Alþingi. Þessi nýja stefna virðist vera þverpólitísk, og ná inn í alla flokka á Alþingi. Hún felst í því, að ótrúlega margir þingmenn ímynda sér: Að við eigum ekki að borga Icesave-skaðann, ekki semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki taka önnur lán erlendis, ekki nýta auðlindir okkar með því að virkja og veiða meiri fisk, ekki reisa álver á Bakka og helst að stöðva uppbyggingu álversins í Helguvík, og hægt sé að reka þjóðarbúið með ferðaþjónustu.
Raunveruleikinn er aftur á móti sá, að við verðum að borga, semja, þiggja þau erlendu lán sem eru í boði, nýta allar okkar auðlindir, klára álverin í Helguvík og Bakka og að fjölga ferðamönnum.
Vonandi er það ímyndun, en mér finnst eins og þessi nýja stefna í pólitík sé mest áberandi hjá alþingiskonum, svo ég tali ekki um hina ungu forustumenn Framsóknarflokksins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)