Færsluflokkur: Dægurmál

Að vera í lífeyrissjóði með ríkisábyrgð

Ögmundur Jónasson dóms-og samgönguráðherra segist vera hlynntur flötum niðurskurði lána,  þrátt fyrir að það muni valda skerðingu réttinda hjá lífeyrissjóðunum. Ögmundur er fyrrverandi formaður BSRB og veit að lífeyrissjóður þeirra samtaka, og hans eigin, koma ekki til með að þurfa skerða lífeyrisgreiðslur, og réttindi vegna ríkisábyrgðar á þeim sjóði.
 
Engu skiptir hve mikið  tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna er  neikvæð, ríkisjóður greiðir mótframlag eftir þörfum sjóðsins. Í dag mun mótframlag ríkisins vera nálægt 15%, en til almennu lífeyrissjóðanna 8%.
 
Þetta ójafnræði til lífeyrisréttinda er ekki líðandi, annað hvort allir lífeyrissjóðir ríkistryggðir, eða enginn.
 
Ekki megum við sem erum í almennu sjóðunum búast við því að jafnrétti komist á í þessum málum, enda bæði alþingismenn og ráðherrar undir þessum verndarvæng ríkissjóðs.

Mótmæla á Silfurtorgi

Hvar voru mótmælendur þegar kvótinn var vélaður burt úr bænum. Hópur fiskverkafólks og sjómanna misstu vinnu sína hér á Ísafirði. Hvar var samstaðan frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólk óð í peningum upp fyrir haus, og laun voru  í hæstu hæðum.

Ég ætla samt ekki draga úr þörfinni á því að mótmæla í dag, þegar fólk er að missa húsnæði sitt undir hamarinn, á meðan að lánastofnanir afskrifa þúsundir milljarða hjá útgerðaauðvaldinu í landinu. Verst finnst manni að fólk skuli þurfa að henda eggjum í ráðamenn þjóðarinnar, til þess að þeir taki alvarlega reiði fólks.

Það hefur vakið eftirtekt mína undanfarið, að þegar rædd er um ástandið í fjölmiðlum, að það sem veldur  mestum áhyggjum, er að svo kallað millistéttarfólk skuli vera missa húsnæði sitt. Eins og ekki þurfi að hafa áhyggjur af lágstéttinni, það er að segja fólkinu sem skapar í mörgum tilvikum þjóðartekjurnar. Það má éta það sem úti frýs, eins og ætíð í gegnum árin.


mbl.is Mótmæla á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð hjá Samfylgingunni

Mikil heift hefur skapast hjá Sjálfstæðismönnum út í Samfylkinguna vegna niðurstöðu kosninganna um að senda fyrrverandi fjóra ráðherra fyrir Landsdóm. Kenna þeir þingmönnum flokksins um að Geir verður einn sakfeldur.

Það gleður mitt vinstri sinnaða hjarta ef sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að samstarf við Samfylkinguna komi aldrei til greina hér eftir. Mér heyrðist Ríkisútvarpið í morgun vitna í ummæli þess efnis, og vona svo sannarlega að það reynist rétt.

Á minni löngu æfi hafa vinstri flokkar ætíð hlotið skaða af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.


Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Þeirri rannsókn hefði átt að vera lokið. Þrátt fyrir pólitísk afglöp og hugsanleg lögbrot séu fyrnd, verður að fá það á hreint hvað gerðist. Ekki er að mínu mati ástæða til að draga þá ráðherra fyrir Landsdóm, sem fengu hrun bankanna í fangið frá gerðum fyrri ríkisstjórnar, þar sem ekki er hægt að sakfella þá fyrir fáránlegum fyrningareglum. Þriðja atriðið sem er í höndum sérstaks saksóknara, það er að segja rannsókn á því hvort aðal eigendur og stjórnendur bankanna hafi brotið af sér og rænt þá innan frá eins sagt er, verður að fara ljúka.
 
Það er eins og öll þessi mál séu afgreidd í vitlausri röð, þau sem sökuð eru um að ráðast á Alþingi eru komin fyrir rétt. Þeir ráðherrar sem ásakaðir eru um að hafa ekki brugðist rétt við í aðdraganda hrunsins eru væntanlega á leið fyrir Landsdóm. Þeir sem ásakaðir eru fyrir að hafa misbeitt bönkunum í sína þágu og jafnvel rænt þá innan frá, vaða í peningum sem engin veit hvaðan koma og halda áfram sínu fjárfestinga braski. Þeir sem bera stjórnmálalega ábyrgð á einkavæðingu bankanna, og hverjir fengu þá í hendur, sitja í feitum embættum og telja sig ekki bera neina ábyrgð.
 
Ég líki þessu öllu saman við, að brennuvargar hefðu kveikt í stjórnarráðinu, og kallað til aðstoðar menn til að bjarga innbúi og öðrum verðmætum úr húsinu, sem þeir síðan stela. Slökkviliðið sent á vettvang þegar ekkert var neitt við ráðið. Hverjir eru sekir? Fyrst og fremst þeir sem kveiktu í, og þeir sem rændu innbúinu.
 
Aðal atriðið í öllu þessu leiðinda máli er að komast að því hvað gerðist, hvað lá að baki ákvörðunum sem teknar voru, og hvað hefði hugsanlega mátt gera til að koma í veg fyrir hrunið. Víti til að varast fyrir stjórnmálamenn framtíðarinnar. Sakfelling er ekki aðal málið, nema um auðgunarbrot sé að ræða.
 
 
 
 

mbl.is Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband