Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
11.9.2010 | 17:55
Nýjar umbúðir utan um ríkjandi kerfi?
Eftir að hafa fylgst með umræðum um meirihluta álit starfshóps um stjórn fiskveiða, óttast ég að setja eigi jólapappír utan um hið ljóta innihald sem fyrir er.
Ég hef engan fréttaspyril heyrt spyrja nefndarmenn sem rætt hefur verið við, hvort samningsleiðin feli í sér að komið verði í veg fyrir sölu, leigu og veðsetningu kvótans eins og verið hefur. Einnig hvort kvótahafar eiga að geta selt sig út úr greininni, og stungið hundruðum milljóna í vasana á sölu þjóðareignarinnar, eins og verið hefur.
Annað hvort er fréttamönnum bannað að spyrja nefndarmenn að þessu, eða hafa ekki vit á,hvaða grundvallar atryði verða hverfa úr ríkjandi kerfi, svo hægt sé að tala um breytingar á því.
Engu skiptir þó nefndin hafi verið sammála um, að setja eigi ákvæði í nýja stjórnarskrá eftir einhver ár, að auðlindin sé þjóðareign, hún er það þegar samkvæmt lögum.
Skilyrði fyrir því að fara þessa samningsleið, er að með stöðluðum samningi yrði samið til hóflegs tíma, allt brask með kvótann, og mannréttindabrot yrðu úr sögunni.
Ánægja fyrrverandi sjávarútvegsráðherra með niðurstöður nefndarinnar segir mér, að maðkur sé í mysunni, enda málsvari LÍÚ í ræðu og riti alla tíð.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)