Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
6.1.2010 | 15:16
Er ríkistjórnin starfstjórn ?
Það er nú kannski of djúpt tekið í árina hjá Birni Val að ríkistjórnin sé starfstjórn, en hitt er ljóst að hún verður að segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgðinni. Forsetinn leggur fyrir þjóðina mál sem ríkistjórnin telur ekki lengra komist með í samningum við Breta og Hollendinga, og því eðlilegt að hún afhendi þeim málið sem telja sig geta náð betri samningum.
Kosningin 20. febrúar n.k., snýst ekki bara um að fella gildandi lög, heldur líka um traust á ríkistjórninni og traust okkar meðal þjóðanna. Stór hluti almennings sem greiða mun atkvæði gegn lögunum vill fella samningin úr gildi, og neita að borga innstæðutryggingu Icesave-reikninganna.
Það er ekki alls kosta rétt að þeir fjölmiðlar erlendis sem héldu því fram að Íslendingar neituðu að borga væru að fara með rangt mál. Ef tekið er mið af bloggfærslum, viðtölum við fólk og skoðunarkönnunum, má ljóst vera að hugsanlega er meirihluti þjóðarinnar á móti því að borga.
Allur vindur er að leka úr hinum ungu forustumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem hafa fram að þessu haldið því fram að við ættum ekki að borga, og neyða Breta og Hollendinga til að sækja málið fyrir dómstólum, nú keppast þeir við að lýsa því yfir að þjóðin eigi að borga. Þeim er sennilega orðið ljóst að miklar lýkur eru á því, að við yrðum dæmd til að borga,- ekki bara innstæðutrygginguna,- heldur alla upphæðina, sem mun vera helmingi hærri, og hún yrði gjaldfeld strax eftir dómsuppkvaðningu. Einnig er ljóst að þeir eru hræddir við að fylgja málinu eftir, ef stjórnin fellur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ekki er alslæmt að ríkistjórnin ætlar ekki að nýta sér það fordæmi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, að kippa lögunum til baka undir þessum kringum stæðum, heldur efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bæði kemur þá í ljós hvort stjórnin hefur nægilegt traust meðal þjóðarinnar til að halda áfram uppbyggingastarfinu, og ekki síður skapast fordæmi fyrir því, að leggja allar mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina.
Mörg mál eiga eftir að koma upp sem þjóðin mun krefjast að greiða atkvæði um, hvort sem forsetinn skrifar undir lög eða ekki. Er nærtækast að nefna innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi.
Ríkisstjórnin er starfsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009 | 20:16
Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.
Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:
''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''
Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.
Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2009 | 23:18
Aðild Íslands að innrásinni í Írak árið 2003.
Það er löngu tímabært að láta rannsaka með hvaða hætti ákvörðun var tekin um að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Grunur var um að tveir ráðherrar í þáverandi ríkistjórn hefðu tekið þessa ákvörðun, án þess að leggja málið fyrir ríkistjórnina, og alls ekki fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þessari óvissu þarf að eyða, enda mjög alvarlegt ef satt reynist. Íslenska ríkistjórnin ætti að afturkalla þennan stuðning þótt seint sé, og biðja Írösku þjóðina afsökunar.
Íslendingar eiga aldrei að gerast aðili, eða lýsa stuðningi við innrás inn í annað ríki og gera þjóðina ábyrga fyrir morðum á saklausu fólki.
Bandarísk stjórnvöld skulda heiminum skíringu á því, hvers vegna þessi innrás var gerð, eftir að það kom í ljós að Írakar áttu engin gereyðingarvopn. Var það olían sem var ástæðan?
Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2009 | 17:36
Afköst Alþingis.
Icesave-málið rætt fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 16:59
Eigum við að borga Icesave?
Ef við hugsum okkur að Breskur banki hafi opnað útibú í Reykjavík, og boðið Íslendingum að leggja peninga inn á öruggan innlánsreikning, með hærri vöxtum en innlendir bankar bjóða. Bankinn komist í greiðsluþrot og ekki getað greitt út innistæðurnar, en ríkissjóður Íslands gripið inn í, og greitt þær út.
Spurningin er hvort við Íslenskir skattgreiðendur hefðum krafið okkar ríkistjórn um að innheimta af Bretum þessi fjárútlát. Ef svarið er já, ber okkur siðferðisleg skylda að greiða Icesave-skuldina.
Líka má benda á að stjórnendur og eigendur Landsbankans gerðu þjóð sinni þann grikk,að reka bankastarfsemi í Bretlandi og Hollandi sem útibú, en ekki dótturfyrirtæki, sem hefði komið ábyrgðinni á tryggingarsjóð innstæðueigenda viðkomandi landa. Regluverkið er ekki meira gallað en það.
Samningurinn sem gerður var milli landana um endurgreiðslu Íslenska tryggingarsjóðsins, var ásættanlegur. Óttinn um að þessar þjóðir gangi svo hart fram í innheimtunni að ekki verði hægt að semja um greiðslufrest eða lengingu lánstímans er ástæðulaus. Enda skilst mér að það sé gert ráð fyrir því í samningnum, að ef við lendum í erfiðleikum með greiðslur, sé sest að samningaborði á ný.
Það er niðurlægjandi fyrir okkur Íslendinga hvernig Alþingi hefur meðhöndlað þetta mál. Tafið framgang þess með fyrirvörum á ríkisábyrgðinni, sem vita mátti að viðsemjendur okkar myndu ekki geta sætt sig við. Nú er málið komið fyrir Alþingi á ný, og vonandi til endanlegrar afgreiðslu.
Við verðum að fara komast út úr þeirri stöðnun sem þetta mál hefur valdið okkur, svo að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast á ný. Segja má að tafir á lausn Icesave-deilunnar hafi haldið þjóðinni í gíslingu, vegna afstöðu AGS og þeirra þjóða sem lofað hafa okkur lánum, svo ekki sé minnst á stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslendinga.
Icesave til fjárlaganefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2009 | 11:36
Ríkisábyrgð á Iceseve eftir 2024 ef með þarf.
Annað hvort tökum við sem þjóð ábyrgð á greiðslu lána vegna Iceseve eða ekki. Það var í upphafi vitleysa að takmarka ríkisábyrgðina við árið 2024 þegar lánin eiga að vera uppgreidd. Ef okkur tekst ekki að greiða upp lánin á þeim tíma, verður ekki komist hjá því að semja um framlengingu, og þá verður krafist ríkisábyrgðar á eftirstöðvum lánanna, eða lætur íhald og framsókn sér detta annað í hug.
Nei, þeir vita betur, allt fyrirvara klúður þeirra hefur fyrst og fremst snúist um að tefja nauðsynleg störf ríkistjórnarinnar, og skapa skilyrði fyrir því að koma henni frá. Þeim væri nær að taka ábyrgð á, að hafa komið þjóðinni í þessi vandræði með einkavæðingu Landsbankans, og reka heiðarlega stjórnarandstöðu á Alþingi.
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)