Færsluflokkur: Löggæsla
29.9.2009 | 17:28
Á aðbúnaður aldraða að vera lakari en afbrotamanna ?
Ekki þykir tiltökumál að hrúga saman öldruðum í eitt herbergi, sjaldan færri en tveir saman og allt upp í fjóra. Á sama tíma hafa fangelsisyfirvöld áhyggjur af því, að tveir afbrotamenn þurfi að gista saman í klefa.
Stjórnvöld mættu forgangsraða þessum málum upp á nýtt, og tryggja öldruðum nægjanlegt hjúkrunarrými, þannig að hver einstaklingur hafi sitt herbergi, nema þegar um hjón er að ræða. Frekar mætti troða afbrotamönnum inn í það rými sem fyrir er í landinu, og láta það vera hluta af refsingunni.
Það á ekki að vera refsivert að vera gamall og sjúkur.
Tíu starfsmönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)