Færsluflokkur: Evrópumál
26.9.2010 | 16:17
Skoskir sjómenn og makríllinn
Ég er sammála sjómönnum í Skotlandi. Það kemur ekki til greina að íslendingar fái að veiða makríl innan Evrópskrar fiskveiðilögsögu. Enda myndi það kalla á gagnkvæm viðskipti. En við spyrjum heldur ekki Evrópusambandið að því, hvað við veiðum innan okkar lögsögu, eða hve mikið við veiðum.
![]() |
ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2009 | 20:16
Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.
Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:
''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''
Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.
Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.
![]() |
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 23:34