´´Sjávarútvegur og samstaða´´


Þessi fyrirsögn er á pistli Stakks í síðasta tölublaði Bæjarins besta á Ísafirði. Mínar fínustu taugar fara í hnút þegar ég sé blaðagreinar eða heyri áhrifa fólk í vestfirsku samfélagi mæra kvótakerfið í sjávarútvegi. Enginn landshluti hefur farið jafn illa út úr kvótakerfinu og Vestfirðir. Vestfirðingar voru þeir einu sem höfðu einhverja veiðireynslu í grálúðu þegar hún var sett í kvóta. Þrátt fyrir það var kvótanum dreift um landið og vestfirskar útgerðir sátu eftir með lítinn hluta grálúðukvótans.

Eftir að frjálsa framsalið var lögfest,  hefur það stór hluti kvótans verið seldur burt af svæðinu, að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum eru rústir einar, miðað við það sem áður var. Fjöldi fólks sem hafði atvinnu af sjávarútvegi farið burt, og líka þeir sem seldu kvótann, og urðu ofsa ríkir á heimsku þeirra stjórnmálamanna sem létu LÍÚ plata sig til að lögfesta framsalið. Engum dettur í hug að álasa þeim mönnum sem nýttu sér þessar aðstæður, enda margir hverjir búnir að skila góðu verki í sinni heimabyggð. Hver hefði ekki nýtt sér þessa arfa vitleysu sem skapaðist?

Ég ætla aðeins að gípa niður í pistil Stakks: ´´Hér hafa verið dugandi sjómenn og fiskvinnslufólk, sem hvergi hafa dregið af sér og eiga ekki skilið að ráðskast sé með óvarlegum hætti með undirstöðu byggðar á Vestfjörðum.´´

Mikið rétt, en undirstaða byggðar á Vestfjörðum hrundi þegar framsalið á kvótanum var leift, þá töpuðu fjöldi sjómanna og enn fleira fiskvinnslufólk atvinnu sinni, en kvótahafar stungu hundruðum milljóna króna í vasanna.

Áfram skrifar Stakkur:´´Mikil fjárfesting liggur í kvóta útgerðarfyrirtækja og fiskvinnsluhúsum. Að tala um grátkór á þessum tíma þegar atvinnu vantar og verðmætasköpun er lífsnauðsynleg er út í hött.´´

Einn er sá vandi sem kvótakerfið hefur skapað er skuldsetning sjávarútvegsfyrirtækja, þrátt fyrir að stærri útgerðir á Vestfjörðum reka sína starfsemi að stórum hluta á gjafakvóta. Ákafinn við að ryðja sem flestum smærri útgerðum út úr greininni hefur meðal annars skapað þessa skuldastöðu, jafnframt því að geta hagnast á útleigu kvótans. Þessi hvati hefur valdið því að hér á Vestfjörðum hefur lítil sem engin endurnýjun farið fram á stærri skipum flotans. Talandi um ummæli félagsmálaráðherra um grátkór útvegsmanna, er það staðreynd að  fyrrverandi formaður LÍÚ Kristján Ragnarsson sem jafnframt er guðfaðir kvótakerfisins, skapaði þennan kór sem hefur sungið síðan. Engin fyrirtæki nema þá Álverin hafa hagnast eins mikið á gengi krónunnar eins og sjávarútvegsfyrirtækin. Þau hafa þess vegna góð skilyrði til að greiða niður skuldir sínar, ef forsvarsmenn þeirra hefðu ekki hugann við að sölsa undir sig sem mest af kvótanum.

Og en skrifar Stakkur:  ´´Vestfirðingar sem hafa áratugum saman lagt sitt af mörkum í þjóðarbúið og ekki verið kvartsarmir. Þó hefur kvóti verið af mönnum tekin að ráði Hafrannsóknarstofnunar vegna sjónarmiða sem byggjast á verndun fiskstofna. Þetta höfum við látið yfir okkur ganga bótalaust.´´

Undir þetta tek ég heilshugar, en mynni á að kvótakerfið var sett á til að vernda og byggja upp fiskstofnana. Reynslan sýnir að kerfið hefur engu skilað í því efni, ef marka má útreikninga Hafrannsóknarstofnunar ( sem flestir draga í efa að gefi rétta mynd af ástandinu ), og eingöngu skilað þeim árangri, sem braskað hafa með kvótann. LÍÚ hefur ávalt stutt Hafró í hennar álitsgerðum, enda þíðir mynni kvóti hærra sölu- og leiguverð.

Að lokum skrifar Stakkur: ´´Að þola bótalaust skerðingu þar sem verðmæti er greitt hefur verið fyrir eru tekin til baka er engu líkara en að heildsalinn komi í búðina og taki vöru sem hann hefur selt og fengið greitt fyrir aftur og gefi þeim sem eru honum þóknanlegri.´´

Þetta er ekki sambærilegt. Kaupmaðurinn hefur engan hag af því að liggja með vöruna þar til heildsalinn kemur aftur, en útgerðin er búin að hagnast á því að veiða þann fisk sem kvótinn vísar til, og hafi útgerðin greitt fyrir kvótann ( sem er ekki í öllum tilvikum )var sú greiðsla afhent kollega, en ekki ríkinu, og veitti henni aðeins  rétt á að veiða aftur og aftur viðkomandi magn sem kvótinn vísar til, en ekki eignarétt til eilífðar.

Innköllun á kvótanum eins og stjórnvöld hafa lagt upp með er óraunhæf. Sársaukaminnst væri að gera eins og gert var á árum áður, þegar sjávarútvegurinn pantaði gengisfellingu hjá viðkomandi ríkistjórn, að þá var gengið fellt á einni nóttu. Eins ætti að gera við innköllun á kvótanum, og leifa mönnum að halda áfram veiðum eins og ekkert hafi í skorist, gegn vægu gjaldi hvert kíló til ríkisins ( Auðlindasjóð ). Nauðsynlegt er að tvöfalda það magn sem veiða má í dag, þjóðin þarf á því að halda að sú áhætta sé tekin, og útgeriðin til að veiða upp í skuldir, og auka atvinnu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Frábær pistill hjá þér.

En auðlindagjald eitt og sér getur aldrei gengið.

Þeir mundu ná því fram hjá skiptum og í gegnum Verðlagsstofu skiptaverðs.

Það er líka alþekkt að þeir falsa gróflega sölunóturnar að utan þannig að sjómenn og yfirvöld geta aldrei vitað hvaða verð er verið að greiða fyrir afurðirnar.

Þessu þarf að fylgja ýmislegt annað td, allan fisk á markað og 100% aðskilnaður veiða og vinnslu.

Níels A. Ársælsson., 31.10.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Fín grein Bjarni, loksins erum við sammála eða því sem næst.  Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að skipta eigi yfir í sóknarmark og gefa út fastann dagafjölda ár fram í tímann.  Þá geta menn skipulagt sig eins og hægt er.

En varðandi aðskilnað veiða og vinnslu Nilli, er ekki líklegt að ESB geri kröfu á næstu árum, á þá leið að skilið verði algerlega þar á milli af samkeppnisástæðum og vegna brota á EES-samninginum.  Hvað segja líú-menn þá?  Það hlítur að boða heimsendi!

Sigurður Jón Hreinsson, 1.11.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

EES–samningurinn. 

2. KAFLI:

RÍKISAÐSTOÐ:

61. gr.


1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem
aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar
eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum
fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings
þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.

BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR

{1} Sjá samþykktir.

4. gr.


1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar
samkeppni, skal afnumin.

2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún
raski ekki samkeppni.

3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og
jöfnunartollum.
  

Sjá einnig hér.

Níels A. Ársælsson., 1.11.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Takk strákar. Tek undir með þér Níels, allan fisk á markað, og aðskilnaður veiða og vinnslu verður að koma. Þakka þér fyrir að birta þessa grein EES-samningsins. Það er enginn vafi að Íslendingar fara ekki eftir þeim greinum hans, sem hagsmunaaðilum eru ekki þóknanleg. Kannski EBE-aðild komi lagi á þetta.

Já Sigurður loksins erum við sammála. Kvótakerfið sem fiskveiðistjórnun er ekki heilagt fyrir mér. En ef menn vilja nota það kerfi, á þjóðin að njóta arðs af útleigunni. Helst vildi ég sjá frjálsar veiðar eins og í gamla daga, en takmarka veiðigetu hvers skips, með því til dæmis að lögfesta lengd línu og neta, stærð trolls og snurvoðar, og ekki má gleyma fjölda handfæra á handfærabátum. Ég get líka fallist á dagakerfið eða sóknarmark. Allt er betra en framseljanlegur kvóti.

Bjarni Líndal Gestsson, 1.11.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband