Aðildarumsókn samþykkt.

Ég var þess aðnjótandi að sitja á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan um að leggja inn aðildarumsókn í  ESB fór fram, og vera þar með vitni að einni afdrifa ríkustu ákvörðun sem Alþingi Íslendinga hefur tekið.

Vonandi verður væntanlegur samningur við Efnahagsbandalagið ásættanlegur, en í því efni eru sjávarútvegsmálin þýðingarmest. Ef við höldum ekki yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og höldum  einkarétti á veiðum í okkar landhelgi, mun ég greiða atkvæði gegn samningnum.

Athyglisvert var hve margir þingmenn voru hlynntir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu og ánægjulegt að vita af því, að hér eftir fáum við að kjósa um öll þjóðhagslega mikilvæg mál í framtíðinni. Það er til dæmis löngu tímabært að þjóðin fái að kjósa um kvótakerfið. Vill þjóðin núverandi kvótakerfi við stjórn fiskveiða eða ekki? Stórvirkjanir og einkavæðing á þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum s.s. bönkum vonast ég til að verði ákveðin með þjóðaratkvæðagreiðslu, svo dæmi sé tekið.

 

 

 

 

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins eru eiginlega gleðifregn dagsins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.7.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband