Ólögleg eignfærsla.

Þeir endurskoðendur sem skrifað hafa upp á reikninga útgerðafyrirtækja þar sem kvóti er eignfærður, hljóta hafa verið að brjóta lög. Það kemur skírt fram í lögum um stjórn fiskveiða að kvótinn er þjóðareign. Sá sem eignfærir slíka eign í bókhald sitt, er að ræna þjóð sína, og endurskoðandi sem skrifar upp á slíkt, er meðsekur. Kaup á veiðirétti í sjó, hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera reksturskostnaður, eins og hver önnur leiga á auðlind þjóðarinnar.

Varðandi innköllun á þessari eign þjóðarinnar á tuttugu árum er hún ef til vill ekki besta leiðin og tekur allt of langan tíma, en er þó betri en engin aðgerð. Í áróðursviðtölum Morgunblaðsins við kvótahafa  nýlega, kom m.a. fram hjá Óðni Gestssyni framkvæmdastjóra Íslandssögu hf. á Suðureyri við Súgandafjörð, að hann vildi heldur, að allur kvótinn yrði innkallaður á einu bretti, ásamt skuldum.

Þessa hugmynd ættu stjórnvöld að grípa á lofti, og ígrunda vel hvort hún sé ekki fær. Hún ætti að geta verið sú sáttaleið sem háttv. sjávarútvegsráðherra og formaður sjávarútvegsnefndar vilja ná við útvegsmenn. Þar sem ríkissjóður er eigandi að bönkunum ætti það vera hæg heimatökin, að semja um greiðslur á þessum skuldum til jafnmargra áratuga og þjóðarbúið getur staðið undir.

Ef félagar Óðins hjá LÍÚ geta ekki fallist á þessa hugmynd hans, að frá gengini samþykkt ríkistjórnarinnar, býr eitthvað annað að baki en rekstraröryggi fyrirtækjanna. Þar sem þau gætu þá leigt kvóta af auðlindasjóði, án þess að vera skuldum vafin í þessu nýja rekstrarumhverfi.


mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki nær að Óðinn sé í Landsambandi Smábátaeiganda en í LÍÚ, þið Samfylkingarmenn og konur blaðrið um eitthvað sem að þið hafið ekki hugmynd um

hlýri

hlyri (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband