Aðför að íslenskum sjómönnum.

Sjómenn eru útverðir gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar, en meiga sætt sig við aðför stjórnvalda. Nýustu dæmin eru afnám sjómannaafsláttar og skerðing á öryggi vegna slysa eða veikinda á hafi úti.
 
Sjómannaafslátturinn hefur verið kvatning fyrir menn til að stunda sjómannsstörf, og var settur á fyrir rúmri hálfri öld vegna þess að menn fengust ekki til að leggja á sig það erfiði og þær hættur sem fylgja starfinu.Þessi skattaafsláttur er löngu búinn að skapa sér hefð sem heiðurs laun til handa sjómönnum frá þjóðinni. 
 
Öryggi sjómanna hefur verið verulega skert vegna niðurskurðar á þyrluþjónustu Landhelgisgæslunar. Nýlegt dæmi mun vera um að neitað hafi verið að sækja veikan man um borð í skip á hafi úti, vegna skorts á þyrluáhöfn. Þetta er ekki líðandi og alvarlegra mál en þótt veikum manni í landi væri neitað um sjúkrabíl. Í landi eru ýmis ráð til að koma viðkomandi á sjúkrahús, en út á sjó er bara ein leið, að sigla í land sem getur tekið marga klukkutíma ef ekki sólarhringa.
 
Ergilegast er, að fyrsta vinstri stjórnin sem stofnuð hefur verið á lýðveldistímanum, skuli standa að ,og bera ábyrgð á þessum aðförum að sjómönnum. Við sem styðjum þessa ríkistjórn, og viljum öryggi og velferð okkar sjómanna sem mestan, getum ekki sætt okkur við svona forgangsröðun á sparnaði og niðurskurði vegna efnahagskreppunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mesta aðförin að íslenskum sjómönnum er að ætla að færa veiðiréttinn til ríkisins og ætla að láta sjómenn taka þátt í að greiða fyrir hann á uppboði.Hlutaskiptakerfi það sem sjómenn hafa haft frá því land byggðist er farið fyrir borð um leið og Samfylkingunni tekst óþverrabragð sitt.

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Kvótakerfið var á sínum tíma aðför að sjómönnum með því að rústa atvinnuöryggi þeirra. Reynslan hefur sýnt að útvegsmönnum er ekki treystandi fyrir þessu fjöreggi þeirra og þjóðarinnar. Saga atvinnumissis bæði sjómanna og fiskverkafólks vegna sölu kvótans er sorgar saga. Hagnaður af sölunni rann til útgerðamannsins, eða hluthafa útgerðafyrirtækjanna svo hundrað milljóna skipti, en sjómenn og fiskverkafólk sat eftir með sárt ennið. Þetta mun endurtaka sig aftur og aftur meðan núverandi kerfi er við líði.

Sjómenn eiga ekki að taka þátt í kvótaleigu, hvort sem leigt er af útgerðarfyrirtækjum eða ríki. Þrátt fyrir það hafa útgerðamenn neytt sjómenn til þess, að taka þátt í leigugjaldi með hótunum um atvinnumissi ella. Þar er eitt svínaríið enn í þessu kerfi.

Bjarni Líndal Gestsson, 9.2.2010 kl. 23:33

3 identicon

Nú er eg sammála þér. í Noregi borga sjómenn 25% skatta, sjómanna afslátturinn þar er 2 milljónir á ári svo  lækka skattarnir eftir því hvað menn eru norðarlega í landinu. það er gert til að halda byggðinni þar.   

jonas Finnbogason (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 00:00

4 identicon

Að halda að það sé mesta aðför af sjómönnum að taka eignarréttinn af útgerðarmönnum er þvílík firra. Það að menn geti bæði verið í útgerð og í framleiðslu fiskiafurða í landi hefur komið verst við sjómenn, að fá bara 200 krónur á kíló þegar það hefur verið 350 á markaði. Fá allan fisk á markað og kvótan til þjóðarinnar og setja réttlátt kerfi sem verðlaunar menn með hagkvæma útgerð á kosnað hinna sem sækja aflann með of miklum tilkosnaði.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband