Kvótaáróður utan Þings og innan.

Umræðan um sjávarútvegsmál á Alþingi hefur fært manni sannanir um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru í bullandi hagsmunagæslu fyrir LÍÚ. Þeir taka hagsmuni útgerðamanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Hver á fætur öðrum koma þeir í ræðustól og fara með sama áróðursbullið og útvegsmenn gera í skipulagðri herferð sinni til að halda í einkarétt sinn á nýtingu auðlindar hafsins. Sá einkaréttur snýst ekki bara um veiðar, heldur sölu og leigu á eign þjóðarinnar. Ekki má gleyma því valdi sem þessi einkaréttur færir þeim. Ekki bara yfir leiguliðum sínum, heldur líka yfir sjómönnum og fiskverkafólki, sem fellst í því að geta (og hafa gert) hótað þessum aðilum að selja kvótann, eða flytja burt úr viðkomandi byggðalagi með fyrirtækin, ef þeir fá ekki öllu sínu framgengt. Svo ekki sé mynnst á  óeðlileg áhrif á bæjar-og sveitastjórnir.
 
Áróðursherferð LÍÚ er byggð upp á því,að störf sjómanna,  fiskverkunarfólks og störf sem útgerð og fiskvinnsla leiða af sér, séu í hættu vegna þess að taka eigi veiðiheimildir af útgerðinni. Með því láta þeir í veðri vaka að ekki verði dreginn fiskur úr sjó, ef kvótinn verður innkallaður. Í þessu fellst hótun, en þeir gleyma því, að sá sem gerir út er ekki númer eitt í greininni, heldur þeir sem sækja sjóinn og það verða alltaf til sjómenn, og því verður alltaf róið til fiskjar á Íslandi.
 
Forustumaður útvegsmanna var gestur morgunútvarpsins hjá Rúv. fyrir nokkru og sagði  eitthvað í þá veru að þegar tekjurnar eru teknar af útgerðinni endi það með ósköpum. Ekki spurðu þáttastjórnendur hvaða tekjur hann væri að tala um. Og slapp hann við að útskýra það. Ekki stendur til að taka af þeim tekjurnar af veiðum þótt kvótinn verði innkallaður. þannig að maðurinn hlýtur að vera tala um tekjur af  kvóta leigu. Getur það verið að þau útgerðarfyrirtæki sem sölsað hafa undir sig stórum hluta af heildar kvótanum og stjórna LÍÚ séu farnir að treysta á leiguliða sína til að halda útgerðinni gangandi. Eða hvað átti maðurinn við?
 
Það fellst mikil viska í orðtakinu að ´´með illu skal illt út reka´´því ættu stjórnvöld að innkalla allan kvótann strax 1. september n.k. í stað þess að gera það á 20 árum, og nota þau ár til að tryggja núverandi handhöfum kvótans veiðiheimild á því magni sem þeir hafa í dag, gegn vægu gjaldi í auðlindasjóð. Tuttugu ára aðlögunar tími ætti að duga og vonandi komin skilyrði til að leggja hið illræmda kvótakerfi af eftir þann tíma.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni minn.

það verður nú stundum endirinn "  Með illu skal illt út reka ". (Þjóðarheill).

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll Bjarni:    Auðvitað á að innkalla kvótann strax af þeim sem hafa notað hann í eitthvað annað en að veiða hann,  bara strax í dag.  Eg vil gera vel við hina sem eru virkilega að gera góða hluti og reyna að halda uppi vinnu í sínu byggðarlagi, og verða fyrir vikið að LEIGJA til sín mikið af aflaheimildum af bröskurunum til að halda í horfinu. Að mínu áliti er kvótakerfið hryðjuverk á sjávarbyggðir, eins og það er í dag og búið að vera undanfarin 15 ár eða svo. Fólk í þessum sjávarbyggðum hefur orðið fyrir bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Að þessu hafa staðið eiginhagsmunaseggir  sem sjá peninga og gróða í spilunum, og hafa beitt sér að fullum krafti að ná tökum á pólitíska sviðinu til þess að halda óbreyttu kerfi áfram. Mér finnst miður að sjálfstæðisflokkurgurinn hafi stutt þetta ljóst og leynt, en honum er kannski vorkunn því að LÍÚ klíkan er fjöregg flokksins. Eins og umræðan er í dag kemur þetta bersýnilega í ljós. Allt snýst þetta um peninga og völd þrátt fyrir stöðu okkar í dag. því miður virðist það vera svo.

Bjarni Kjartansson, 6.2.2010 kl. 13:52

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sælir báðir tveir, og þakka ykkur innlitið.

Auðvitað hafa menn hagað sér misvel innan kvótakerfisins. En þó er það svo að ef nógu miklir peningar eru boði fyrir kvótann, hugsa menn ekki um hag bæjarfélagsins, né starffólksins. Það er í raun ekki hægt að álasa mönnum fyrir það. Sökin felst í kerfinu.

 Kær kveðja.

Bjarni Líndal Gestsson, 6.2.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband