Er ríkistjórnin starfstjórn ?

Það er nú kannski of djúpt tekið í árina hjá Birni Val að ríkistjórnin sé starfstjórn, en hitt er ljóst að hún verður að segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgðinni. Forsetinn leggur fyrir þjóðina mál sem ríkistjórnin telur ekki lengra komist með í samningum við Breta og Hollendinga, og því eðlilegt að hún afhendi þeim málið sem telja sig geta náð betri samningum.

Kosningin 20. febrúar n.k., snýst ekki bara um að fella gildandi lög, heldur líka um traust á ríkistjórninni og traust okkar meðal þjóðanna. Stór hluti almennings sem greiða mun atkvæði gegn lögunum vill fella samningin úr gildi, og neita að borga innstæðutryggingu Icesave-reikninganna.

Það er ekki alls kosta rétt að þeir fjölmiðlar erlendis sem héldu því fram að Íslendingar neituðu að borga væru að fara með rangt mál. Ef tekið er mið af bloggfærslum, viðtölum við fólk og skoðunarkönnunum, má ljóst vera að hugsanlega er meirihluti þjóðarinnar á móti því að borga.

Allur vindur er að leka úr hinum ungu forustumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem hafa fram að þessu haldið því fram að við ættum ekki að borga, og neyða Breta og Hollendinga til að sækja málið fyrir dómstólum, nú keppast þeir við að lýsa því yfir að þjóðin eigi að borga. Þeim er sennilega orðið ljóst að miklar lýkur eru á því, að við yrðum dæmd til að borga,- ekki bara innstæðutrygginguna,- heldur alla upphæðina, sem mun vera helmingi hærri, og hún yrði gjaldfeld strax eftir dómsuppkvaðningu. Einnig er ljóst að þeir eru hræddir við að fylgja málinu eftir, ef stjórnin fellur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ekki er alslæmt að ríkistjórnin ætlar ekki að nýta sér það fordæmi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, að kippa lögunum til baka undir þessum kringum stæðum, heldur efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bæði kemur þá í ljós hvort stjórnin hefur nægilegt traust meðal þjóðarinnar til að halda áfram uppbyggingastarfinu, og ekki síður skapast fordæmi fyrir því, að leggja allar mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina.

Mörg mál eiga eftir að koma upp sem þjóðin mun krefjast að  greiða atkvæði um, hvort sem forsetinn skrifar undir lög eða ekki. Er nærtækast að nefna innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi.

 


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband