Færsluflokkur: Kjaramál

Bygging hjúkrunarheimila (í skoðun).

Þetta er ánægjuleg frétt svo langt sem hún nær. Það sem fer orðið í taugarnar á mér, er sú árátta hjá þessari annars ágætu ríkistjórn, að hafa allt í skoðun, í stað þess að taka ákvarðanir fljótt og vel.

Vonandi verður Árni Páll jafn fljótur að taka ákvörðun í þessu máli, og þegar hann fyrstur allra ráðherra í ríkistjórninni ákvað að skera niður í sínu ráðuneyti, með því að skerða lífeyrir eldriborgara 1.júlí s.l. Svo ég tali ekki um að skila ekki almennum launahækkunum til þessa hóps, eins og honum ber samkvæmt lögum.

Ef hann bregst fljótt við, og heimilar byggingu hjúkrunarheimila strax, mun ég fyrir mitt leiti fyrirgefa honum aðför hans að hagsmunum eldriborgara á þessu ári.

þá vil ég benda núverandi meirihluta í bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar á, að nú er lag fyrir þá að krefjast byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði eins og lofað var af fyrri ríkistjórn. Þau þurfa ekki halda pólitískum hlífðarskyldi fyrir þessa ríkistjórn eins og þá fyrri, þar sem þeirra flokkar eru nú í stjórnarandstöðu á Alþingi.

Krafan er eitt gott rými fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

 

 


mbl.is Bygging hjúkrunarrýma í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband